Gleðilegan Stjörnustríðsdag!

Fréttir

Megi mátturinn vera með okkur öllum í maí og alla aðra mánuði ársins. Hefð hefur skapast fyrir því að Bókasafn Hafnarfjarðar fagni fjórða maí, sjálfum Stjörnustríðsdeginum, í hópi aðdáenda með lífi og fjöri á safninu. Frábærir gestir kíkja í heimsókn en það eru engir aðrir en uppáhalds vondukallar allra, 501. hersveit keisarans. Hver veit nema að hans hátign sjálfur og hægri hönd hans, Svarthöfði, líti líka í heimsókn!

Megi mátturinn vera með okkur – í dag og alla aðra daga

Megi mátturinn vera með okkur öllum í maí og alla aðra mánuði ársins. Hefð hefur skapast fyrir því að Bókasafn Hafnarfjarðar fagni fjórða maí, sjálfum Stjörnustríðsdeginum, í hópi aðdáenda með lífi og fjöri á safninu. Frábærir gestir kíkja í heimsókn en það eru engir aðrir en uppáhalds vondukallar allra, 501. hersveit keisarans. Hver veit nema að hans hátign sjálfur og hægri hönd hans, Svarthöfði, líti líka í heimsókn! Allir krakkar fá barmmerki (á meðan birgðir endast) og til stendur að föndra og leika, sýna hvernig á að gera stormsveitarbrynju, vera með ratleiki og alls kyns skemmtun fyrir öll áhugasöm, alls staðar að úr stjörnuþokunni! Gestir eru hvattir til að mæta í búningum!

Dagskrá

  • 13 – 501st herdeildin mætir, sýnir sig og sér aðra. Barmmerkjum dreift til krakka
  • 13:30 – Stjörnustríðssögustund
  • 14 – Herdeildin mætir og Svarthöfði með!
  • 14:30 – Myndataka með herdeildinni

Aðeins um Stjörnustríðsdaginn

Stjörnustríðsdagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim með ýmsum viðburðum og samkomum  þann 4. maí ár hvert. Dagsetning 4. maí varð upphaflega fyrir valinu vegna óbeinnar skírskotunar til frægrar setningar úr myndum Stjörnustríðs: May the force be with you sem þýtt hefur verið yfir á íslenskuna sem: Megi krafturinn vera með þér og Megi sá fjórði vera með þér og er seinni setningin óspart notuð til að skilgreina hátíðina sérstaklega. Einlægir aðdáendur taka þetta alla leiða á Stjörnustríðsdaginn og klæða sig upp sem sínar uppáhaldspersónur, taka þátt í kvikmyndamaraþonum og/eða fara í veislur og samkomur sem snúast um Stjörnustríð. Stjörnustríðsdagurinn skapar fallegt tækifæri fyrir aðdáendur á öllum aldri til að koma saman, fagna áhuga sínum og aðdáun á sögunni.

Viðburður á Facebooksíðu Bókasafns Hafnarfjarðar 

Komið og fagnið Stjörnustríðsdeginum með okkur á Bókasafni Hafnarfjarðar!

Ábendingagátt