Gleðilegt sumar!

Fréttir

Gleðilegt sumar góðir íbúar og aðrir gestir. Við höldum veglega upp á Sumardaginn fyrsta í Hafnarfirði og látum veðrið ekki stöðva okkur í því.  Á Víðistaðatúni standa hátíðarhöld yfir frá kl. 11 og fram eftir degi en auk þess teygja hátíðarhöldin anga sína víðar um bæinn.

Gleðilegt sumar góðir íbúar og aðrir gestir. Við höldum veglega upp á Sumardaginn fyrsta í Hafnarfirði og látum veðrið ekki stöðva okkur í því.  Á Víðistaðatúni verða hátíðarhöld fram eftir degi auk þess sem hátíðarhöldin teygja anga sína víðar um bæinn.

Sjáumst á Víðistaðatúni og víðar! 🙂

Dagskrá Sumardagsins fyrsta 

  • Kl. 10 Viltu sigla? Æfingahópur Siglingaklúbbsins Þyts býður bæjarbúum út að sigla fram eftir degi. Byrjendum og vönum siglingamönnum er boðið að sigla einir eða með vönum eftir atvikum, á seglkænum og kjölbátum Þytsfélaga.
  • Kl. 11 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppt er í sex aldursflokkum í umsjón Frjálsíþróttadeildar FH.
Aldur Vegalengd
15 ára og eldri (2002 og fyrr) ca 2000 m.
6 ára og yngri strákar og stelpur (2011 og síðar) ca 200 m.
7 – 8 ára strákar og stelpur (2009-2010) ca. 300 m.
9 – 10 ára strákar og stelpur (2007-2008) ca. 400 m.
11 – 12 ára strákar og stelpur (2005-2006) ca. 600 m.
13 – 14 ára piltar og telpur (2003-2004) ca 1000 m.
Keppendur 15 ára og eldri hlaupa fyrst. Þá hefst keppnin hjá þeim yngstu og upp úr.
Undanfari verður með yngstu keppendunum.

Kl. 12-13 Bæjarstjórn grillar fyrstu pylsurnar í nýbyggðu grillhúsi á Víðistaðatúni. Fríar pylsur í boði á meðan birgðir endast.

Kl. 11-17 Opið í Pakkhúsi Byggðasafnsins. Ratleikur fyrir börn um sýninguna.

Kl. 14:00 Söguganga um gamla bæinn. Byggðasafn Hafnarfjarðar stendur fyrir sögugöngu undir lifandi og skemmtilegri leiðsögn Ingvars Viktorssonar. Gengið er frá Pakkhúsinu.

Kl. 12-17 Opið í Hafnarborg.

Kl. 12-14 Hraustir menn og háværir í Hafnarborg. Karlakórinn Þrestir með opna æfingu í Hafnarborg. Kynning á kórnum með áherslu á að fá nýliða í hópinn.

Kl. 13 Skátamessa í Hafnarfjarðarkirkju

Kl. 13:45 Skrúðganga frá Hafnarfjarðarkirkju að Víðistaðatúni

Kl. 14-16 Fjölskyldudagskrá á Víðistaðatúni í umsjón skátafélagsins Hraunbúa. Fram koma Aron Hannes, Sirkus Íslands, Birta og Hekla taka lagið og atriði frá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Kassaklifur, andlitsmálun, hoppukastalar, kandýflos og ýmis skátaleikir.

Kl. 16 Kassabílarallý Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppendur þurfa að koma með eigin bíla – þátttökugjald er ókeypis. Keppnistæki deilda innan AÍH verða til sýnis á meðan hátíðardagskrá stendur.

Ábendingagátt