Gleðilegt sumar!

Fréttir

Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar óskar íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn

Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar óskar íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs sumars með þökk fyrir ótrúlegan og öðruvísi vetur! 

Í ár fögnum við sumri með breyttu sniði. Við höfum tekið saman heilt stafróf af hugmyndum að einhverju spennandi og skemmtilegu fyrir alla fjölskylduna til að framkvæma heima við eða í næsta nágrenni á næstu vikum. Bæði nú á tímum samkomubanns og sóttkvíar þegar mikilvægt er að hlúa vel að sjálfum sér og öðrum og eins áfram í sumar.  

Skátafélagið Hraunbúar hefur í mörg ár séð um skrúðgöngu og fjölskyldudagskrá og frjálsíþróttadeild FH séð um Víðavangshlaup í Hafnarfirði á Sumardaginn fyrsta en af slíkum hátíðarhöldum getur því miður ekki orðið að  þessi sinni. Skátarnir takast á við ástandið með glaðværð og forvitni að vopni og hvetja bæjarbúa til að leysa skemmtileg skátaverkefni sem þeir kalla #stuðkví sem hægt er að vinna heima eða úti í garði meðan þetta ástand varir.

Ábendingagátt