Gleðilegt sumar kæru íbúar!

Fréttir

Loksins er hægt að fagna komu sumars með formlegum hætti. Menningarhátíðin Bjartir dagar hófst í gær með söng nemenda, vali á bæjarlistamanni 2022 og tónlistarhátíðinni HEIMA. Bjartir dagar munu halda áfram og verða hattur fjölbreyttra hátíðarhalda næstu vikur og mánuði eða þar til vetur konungur tekur við á nýjan leik. Mikil og fjölbreytt dagskrá er á Sumardaginn fyrsta í Hafnarfirði og um helginasem allir áhugasamir eru hvattir til að taka virkan þátt í. 

Bæjaryfirvöld og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar óska íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs sumars með þökk fyrir ansi snjóþungan og óvenju mikinn vetur í Hafnarfirði sem bæði hefur haft sína kosti og galla. Kostirnir eru ótvírætt þeir að snjórinn opnar á öðruvísi möguleika til skemmtunar og útivistar sem íbúar og aðrir gestir hafa nýtt sér óspart.  

Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði – fullt í boði 

Loksins er hægt að fagna komu sumars með formlegum hætti. Menningarhátíðin Bjartir dagar hófst í gær með  söng nemenda, vali á bæjarlistamanni 2022 og tónlistarhátíðinni HEIMA. Bjartir dagar munu halda áfram og verða hattur fjölbreyttra hátíðarhalda næstu vikur og mánuði eða þar til vetur konungur tekur við á nýjan leik.  Mikil og fjölbreytt dagskrá er á Sumardaginn fyrsta í Hafnarfirði og um helgina sem allir áhugasamir eru hvattir til að taka virkan þátt í. 

Dagskrá í Hafnarfirði á Sumardaginn fyrsta

  • Kl. 11-13 Fuglaskoðun í Höfðaskógi. Lagt af stað frá Þöll við Kaldárselsveg. Létt ganga um skóginn og nágrenni fyrir alla fjölskylduna. Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar eða í síma 555-6455.
  •  Kl. 12 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar í miðbæ Hafnarfjarðar. Upphitun hefst á Thorsplani kl. 12. Hlaupið verður eftir Strandgötu og skipt í aldursflokka að lokinni upphitun. Ekkert þátttökugjald er í hlaupið og skráning fer fram með því að mæta á staðinn. Sigurvegarar í flokkum fá bikara og allir keppendur verðlaunapeninga sem eru gefnir af Hafnarfjarðarbæ. Að hlaupi loknu mun frjálsíþróttadeild FH kynna frjálsar íþróttir á Thorsplani þar sem hægt verður að prófa langstökk og kúluvarp.
  • Kl. 12-15 Opnunarhátíð Lífgæðaseturs St. Jó. Hafnfirðingum og nærsveitunugum er boðið í heimsókn á Lífsgæðasetur St. Jó. á Sumardaginn fyrsta. Þetta fallega og sögufræga hús hefur farið í gegnum miklar endurbætur og nú iða þrjár af fjórum hæðum hússins af lífi þar sem félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar sinna fjölbreyttri starfsemi sem öll hefur það að markmiði að bæta lífsgæði fólks.
  • Kl. 13-15.  Badminton og borðtennis í íþróttahúsinu við Strandgötu. Gestum og gangandi er boðið að prófa badminton og borðtennis hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar í íþróttahúsinu við Strandgötu.
  • Kl. 13-18. Opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyt, Strandgötu 88. Byrjendum og vönum siglingamönnum er boðið að sigla kayak (9 ára og eldri) eða árabátum og þeir sem hafa reynslu geta siglt kænum ef veður leyfir.
  • Kl. 13 Alþjóðleg söngstund og perlukóðun á Bókasafni Hafnarfjarðar. Söngstund á ensku með alvöru prinsessu og Intrix mætir með perlukóðunarsmiðju fyrir alla. Engin skráning, bara mæta og leika! Sögusmiðja í barnadeild til kl. 15.
  • Kl. 13 Skátamessa í Víðistaðakirkju. Sr. Bragi sóknarprestur sér um messuna
  • Kl. 13:45 Skrúðganga frá Víðistaðakirkju að Thorsplani. Gengið verður niður Garðaveg og til hægri inn Hraunbrún, Vesturgötu í átt að Strandgötu í gegnum Bæjartorg og endað á Thorsplani undir lúðrablæstri Lúðrasveitar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
  • Kl. 14-16 Fjölskyldudagskrá á Thorsplani í umsjón skátafélagsins Hraunbúa. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar sýnir dans, brot úr Litlu Hryllingsbúðinni í Víðistaðaskóla, hljómsveitin Enter name úr Lækjarskóla og fleiri tónlistaratriði. Hoppukastalar á svæðinu fyrir aftan Fjörð.
  • Kl. 16 Tónleikar á Bókasafni Hafnarfjarðar – The Road goes ever on. Hópur ungra listamanna flytur söngljóðaflokk úr Hringadróttinssögu Tolkiens í tónsetningu Donald Swann. Verkefnið er styrkt af Hafnarfjarðarbæ í tilefni af 100 ára afmæli Bókasafns Hafnarfjarðar, og er unnið í samstarfi við Söngskóla Sigurðar Demetz.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur dagskrá Bjartra daga um helgina. 

Það er mikið um að vera á bókasafni, í Hafnarborg og Pakkhúsi Byggðasafnsins svo fátt eitt sé nefnt. Einnig er tilvalið að skella sér í sund! 

Ábendingagátt