Gleðilegt sumar kæru íbúar!

Fréttir

Bæjaryfirvöld og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar óska íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs sumars með þökk fyrir ótrúlegan og öðruvísi vetur! Stórt og innilegt hrós til Hafnfirðinga og starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækja og stofnana í bænum fyrir einstaka aðlögunarhæfni og umburðarlyndi á ótrúlegum tímum.  

Það eru bjartari dagar framundan – í orðsins fyllstu 

Bæjaryfirvöld og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar óska íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs sumars með þökk fyrir ótrúlegan og öðruvísi vetur! Það er vel við hæfi að nota tækifærið, nú þegar bjartari dagar eru framundan, til að hrósa Hafnfirðingum og starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækja og stofnana í bænum fyrir einstaka aðlögunarhæfni og umburðarlyndi á tímum sem sannarlega má kalla fordæmislausa enda samfélagið í heild að upplifa og takast á við áður óþekkt verkefni og áskoranir.  

Stórt og innilegt hrós til ykkar allra! 

Í ár verður, líkt og í fyrra, lítið um viðburði og sameiginlega hátíðardagskrá á sjálfan Sumardaginn fyrsta og hefur skrúðgöngu Skátafélagsins Hraunbúa og Víðavangshlaupi FH á Víðistaðatúni verið frestað. Það leggja allir hópar áherslu á að nálgast ástandið í samfélaginu með glaðværð að vopni og hvetja bæjarbúa til að horfa til skemmtunar og gleði í nærumhverfinu. Hafnarfjörður er nefnilega nokkuð vel settur þegar kemur að ævintýrum og  gleði í nærumhverfinu. Þannig fögnum við sumri með breyttu sniði annað árið í röð. Ærslabelgirnir okkar tveir á Víðistaðatúni og Óla Run túni hafa verið opnaðir. Frítt er á söfnin okkar og eins í sund fyrir börn og ungmenni 17 ára og yngri. Við bendum íbúum áfram á hugmyndastafrófið okkar sem hefur tekið einhverjum breytingum frá því að það var kynnt fyrst til sögunnar, Litla Ratleik Hafnarfjarðar, Stuðkví og áhugaverða staði sem yfirleitt eru bara rétt handan við hornið:  

Ábendingagátt