Málefni nemenda með sérþarfir

Fréttir

Hafnarfjarðarbær stóð í dag fyrir málþingi í Hásölum (safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju) um sérúrræði í grunnskólum og málefni nemenda með sérþarfir. Rétt tæplega 150 einstaklingar úr röðum foreldra, kennara, þroskaþjálfa, skólastjórnenda og annarra áhugasamra mættu á þingið og hlýddu á erindi og tóku þátt í umræðu um mikilvægi þess að mæta námsþörfum allra nemenda í daglegu grunnskólastarfi.

Hafnarfjarðarbær stóð í dag fyrir málþingi í Hásölum (safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju) um sérúrræði í grunnskólum og málefni nemenda með sérþarfir. Í kringum 150 einstaklingar úr röðum foreldra, kennara, þroskaþjálfa, skólastjórnenda og annarra hagsmunahópa mættu á þingið, hlýddu á erindi og tóku þátt í umræðu um mikilvægi þess að mæta námsþörfum allra nemenda í daglegu grunnskólastarfi.

Fjallað var um skóla án aðgreiningar, menntun og mannréttindi barna og tillögur um skipan á sérúrræðum auk þess að fá reynslusögur nemenda, foreldra og fleiri hagsmunahópa. Vinnuhópar skiluðu af sér sjónarmiðum í lok þings sem tekin verða saman og nýtt til að marka næstu skref gagngert til að gera gott skólastarf enn betra. Trausti Þorsteinsson, fyrrverandi fræðslustjóri Akureyrarbæjar, fjallaði um kennara í skóla án aðgreiningar og Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, fjallaði um menntun og mannréttindi barna. Þá kynnti starfshópur tillögur um skipan á sérúrræðum og fyrirkomulag á stuðningi við börn með sérþarfir í grunnskólum Hafnarfjarðar. Með málþinginu vildi Hafnarfjarðarbær hlýða á og fá betri tilfinningu fyrir sjónarmiðum allra hagsmunahópa um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum Hafnarfjarðar gagngert til að auka gæðin í skólastarfinu og fá frekari sjónarmið til þróunar þess.

Ábendingagátt