Góð aðsókn í fjölskyldugarða

Fréttir

Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðarbæjar eru opnir öllum bæjarbúum. Ákveðið var að láta eftirspurn ráða framboði garða og opnað fyrir umsóknir í 64 garða á Víðistöðum til að byrja með. Garðarnir voru fljótir að fyllast og nú hafa 56 fjölskyldugarðar á Öldum einnig verið opnaðir.

Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðarbæjar eru opnir öllum bæjarbúum og er um að ræða frábært tækifæri fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að rækta sitt eigið grænmeti. Ákveðið var að láta eftirspurn ráða framboði garða og opnað var fyrir umsóknir í 64 garða á Víðistöðum til að byrja með. Eftirspurn er það mikil að nú hafa 56 fjölskyldugarðar á Öldum, efst á Öldugötunni, einnig verið opnaðir.

Nú þegar eru 84 aðilar búnir að sækja um fjölskyldugarða. 120 fjölskyldugarðar standa Hafnfirðingum til boða nú í sumar og því einungis 37 garðar enn lausir fyrir áhugasama.  Stór hluti hópsins er þegar farinn að setja niður grænmeti en aðrir í þeim fasa að velja sér álitlegan garð og undirbúa ræktunina. „Sú breyting varð á nú í sumar að verð á garð lækkaði úr 5.000.- í 1.500.- krónur og nú er ekki innifalið grænmeti eða annað hráefni líkt og áður. Reynslan sýnir okkur að það er mjög misjafnt hvað fólk vill gróðursetja og því betra að verðið sé einfaldlegra lægra“ segir Bára Kristín Þorgeirsdóttir, forstöðumaður Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Fjölskyldugarðarnir afhendast plægðir og hófst úthlutun í lok maí.  Opið er fyrir skráningar á MÍNUM SÍÐUM á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar undir umsóknir – grunnskólar – skráning á sumarnámskeið. Mæta þarf með kvittun fyrir greiðslu á garði á skrifstofu Vinnuskóla Hafnarfjarðar og velja garð. „Það er frábært að sjá heilu fjölskyldurnar mæta saman í garðinn og rækta sínar eigin afurðir.  Það skapast skemmtilegar samverustundir í kringum ræktunina, allt frá vali á grænmeti að uppskeru. Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um, það eru enn nokkrir garðar“ segir Bára Kristín. 

Ábendingagátt