Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2022 var lagður fram í bæjarráði í dag 4. maí 2023. Rekstrarafgangur fyrir A og B hluta nam 872 milljónum króna á árinu 2022. Niðurstaðan er í samræmi við áætlun. Skuldaviðmið heldur áfram að lækka og nam 85% í árslok 2022.
Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2022 var lagður fram í bæjarráði í dag 4. maí 2023. Rekstrarafgangur fyrir A og B hluta nam 872 milljónum króna á árinu 2022. Niðurstaðan er í samræmi við áætlun. Afgangur af rekstri A hluta nam 255 milljónum króna og er það 126 milljónum króna yfir áætlun. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 1.749 milljónum króna sem svarar til 4,1% af heildartekjum. Skuldaviðmið heldur áfram að lækka og nam 85% í árslok 2022.
,,Afkoma bæjarsjóðs er ívið betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og góður afgangur er af rekstrinum. Þetta er mjög jákvæð niðurstaða þar sem rekstur sveitarfélaga er krefjandi um þessar mundir,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. „Í Hafnarfirði á sér stað mikil uppbygging nýrra íbúða- og atvinnuhverfa sem kallar á mikla innviðauppbyggingu. Slíkur vöxtur er kostnaðarsamur til skamms tíma en mikilli fjölgun bæjarbúa og þúsundum nýrra starfa mun síðar fylgja umtalsverð tekjuaukning fyrir bæjarfélagið. Samhliða þessum mikla vexti þarf áfram að gæta aðhalds og tryggja sjálfbæran rekstur grunnþjónustu. Nú, þegar verðbólgan er komin á skrið, kemur sér vel að heildarskuldir sveitarfélagsins hafa lítið aukist að raunvirði frá árinu 2014 eins og skýrlega má sjá á sílækkandi skuldaviðmiði bæjarins. Því má segja að fjárhagur bæjarins sé sífellt að verða traustari,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri ennfremur.
Rekstrartekjur námu 42,6 milljörðum króna á árinu 2022 og rekstrargjöld voru 37,3 milljarðar króna. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 5,3 milljarða króna. Seldar voru lóðir fyrir 7,4 milljarða króna og voru tekjufærðir 4,9 milljarðar vegna lóðasölu og 2,5 milljarðar til lækkunar á eignfærslum. Fjármagnsgjöld námu 3,0 milljörðum króna og voru liðlega 1,7 milljörðum umfram áætlun vegna neikvæðrar verðlags- og vaxtaþróunar miðað við upphaflegar forsendur.
Endurgreiðslur lána sveitarfélagsins voru 1,1 milljarði króna umfram nýjar lántökur á síðasta ári. Skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar lækkaði á árinu úr 101% niður í 85% og er það því langt undir 150% skuldaviðmiði samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Fjárfestingar á árinu 2022 námu 3,3 milljörðum króna sem er 2% lækkun milli ára. Heildareignir í lok árs voru alls 84,6 milljarðar króna og jukust um 11,1 milljarða króna á milli ára. Alls námu heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins 56,5 milljörðum króna. Lífeyrisskuldbindingar nema tæplega þriðjungi heildarskulda og skuldbindinga sveitarfélagsins. Eigið fé nam 28,2 milljörðum króna í árslok og eiginfjárhlutfall var 33,3%.
Íbúar Hafnarfjarðar voru 30.508 hinn 1. desember 2022 samanborið við 29.742 árið áður sem er íbúafjölgun um 766 eða 2,6%.
Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2022
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…