Góðverk nemenda sem efla og styrkja samfélagið

Fréttir

Umhverfis- og góðgerðaviku unglingadeildar Skarðshlíðarskóla lauk 8. apríl með góðgerðarmarkaði þar sem nemendur seldu nýjar og endurhannaðar flíkur, skart úr endurnýttu efni, veski úr plastumbúðum, bækur og grjónapúða. Nemendur afhentu Sorgarmiðstöðinni 40 grjónapúða til styrkar þessum mikilvægu samtökunum sem eru staðsett í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði.

Endurhönnun, endurnýting og grjónapúðar  

Umhverfis- og góðgerðaviku unglingadeildar Skarðshlíðarskóla lauk
8. apríl með góðgerðarmarkaði þar sem nemendur seldu nýjar og endurhannaðar
flíkur, skart úr endurnýttu efni, veski úr plastumbúðum, bækur og grjónapúða. Nemendur afhentu Sorgarmiðstöðinni fjörutíu grjónapúða til styrktar þessum mikilvægu samtökunum sem staðsett eru í
Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði.

Received_450616913397322Nemendur voru að vonum ánægðir með góðgerðamarkaðinn og gjöf sína til samfélagsins. Til hamingju með ykkar framlag til mikilvægra samfélagsverkfna kæru nemendur. 

Styrkur sem styður og eflir starf fyrir flóttabörn frá Úkraínu

Nemendur ákváðu að afrakstur söfnunar á góðgerðarmarkaði, kr. 132.730.-,  myndi skila sér til flóttabarna frá Úkraínu sem hafa
komið til Íslands síðustu vikur og mánuði. Þann 19. maí afhentu nemendur Skarðshlíðarskóla Markúsi Má Efraím, sem hefur umsjón með félagsmiðstöð barna frá
Úkraínu í Reykjavík, 4 Instax myndavélar og 700 filmur. Myndavélarnar
munu nýtast í sumarstarfi með börnunum sem sækja félagsmiðstöðina. Hópurinn er
mjög þakklátur fyrir styrk frá Ljósmyndavörum ehf. sem gáfu rausnarlegan
afslátt af vélunum. 

Ábendingagátt