Göngum í skólann

Fréttir

Verkefnið verður sett miðvikudaginn 7. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 5. október. Markmið verkefnis er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) hefjist í tíunda sinn hér á landi. Verkefnið verður sett miðvikudaginn 7. september og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október. Markmið verkefnis er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskautar eða hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Hvaða bekkur fær GULLSKÓINN í Áslandsskóla?

Á hverju ári taka milljónir barna í yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Á sama tíma var nýtt þátttökumet slegið hér á landi á síðasta ári en alls skráðu 76 skólar sig til leiks.  Á heimasíðu Göngum í skólann eru allar nánari upplýsingar um verkefnið en þar má meðal annars finna skemmtilegar útfærslur nokkurra skóla á Íslandi á verkefninu auk ýmiss annars efnis frá þátttökuskólunum. Líkt og undanfarin ár munu þeir skólar sem senda verkefninu myndir og frásögn af hvað var gert hljóta glaðning í lok verkefnis.  Áslandsskóli er meðal þeirra grunnskóla í Hafnarfirði sem taka virkan þátt í verkefninu.  Þar eru nemendur hvattir til að ganga í skólann á hverjum degi og taka allir bekkir þátt í að keppa um gullskóinn. Gullskórinn fer til þess bekkjar sem er duglegastur að ganga frá 7. september – 5. október.  Allir bekkir sem taka þátt fá viðurkenningaskjal auk þess sem yngstu nemendur skólans vinna að verkefnum tengdum verkefninu.  

Ábendingagátt