Gönguskíðabrautir á Hvaleyrarvelli

Fréttir

Það viðrar vel til vetraríþrótta þessa dagana og nú hefur Golfklúbburinn Keilir í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ lagt tvær gönguskíðaslóða á Hvaleyrarvelli. Búið er að slóða tvo hringi, einn stuttan slóða á fyrri 9 (hrauninu) og annan lengri á Hvaleyrinni. Ekki er hægt að leggja lengri brautir að svo stöddu þar sem snjómagn er ekki nægilegt en snjói meira á næstu dögunum verðar slóðarnir endurgerðir. 

Komdu á gönguskíði í heimabyggð!

Það viðrar vel til vetraríþrótta þessa dagana og nú hefur Golfklúbburinn Keilir í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ lagt tvo gönguskíðaslóða á Hvaleyrarvelli. Búið er að slóða tvo hringi, einn
stuttan slóða á fyrri 9 (hrauninu) og annan lengri á Hvaleyrinni. Ekki er hægt að leggja lengri brautir að svo stöddu þar sem snjómagn er ekki nægilegt en snjói meira á næstu dögunum verða slóðarnir endurgerðir. 

Tilvalið sport fyrir alla fjölskylduna

Gönguskíði hafa notið sívaxandi vinsælda síðustu ár og eru Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar án efa í hópi virkra iðkenda. Um er að ræða tilvalið sport fyrir alla fjölskylduna sem sameinar samveru, útiveru, hreyfingu og heilan helling af súrefni. Það er von Heilsubæjarins Hafnarfjarðar að Hafnfirðingar nýti sér þessar nýju brautir, fari að öllu með gát og njóti þess að skíða um Hraunið. 

Ábendingagátt