Göngusumarið í Hafnarfirði hefst 5. júní

Fréttir

Hefð hefur skapast fyrr því í Hafnarfirði að bjóða upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga yfir sumartímann.  Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og öll velkomin. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar.

Komdu út að ganga alla miðvikudaga í sumar

Hefð hefur skapast fyrr því í Hafnarfirði að bjóða upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga yfir sumartímann. Göngudagskráin þetta sumarið er fjölbreytt og Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar hvattir til að reima á sig gönguskóna frá og með fyrstu göngu miðvikudaginn 5. júní til og með þeirri síðustu 28.ágúst. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar.

5. júní kl. 20-  Vappað um vellina 

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, leiðir göngu um Vellina í Hafnarfirði sem er eitt yngsta hverfið á höfuðborgarsvæðinu. Gengið frá Hraunvallaskóla. 

12. júní kl. 17 – Blómakærleikur 

Harpa Gústavsdóttir leiðir kærleiksgöngu fyrir börn við Hvaleyrarvatn. Spjallað verður um kærleikann og hvað hann þýði fyrir okkur. Gengið verður frá bílastæðinu vestan megin við Hvaleyrarvatn (nær Völlum).  

19. júní kl. 20 – Fyrsta vatnsveitan 1909 

Jónatan Garðarsson leiðir göngu að Lækjarbotnum þar sem fyrsta vatnsveita bæjarins var útbúin árið 1909. Gengið frá leikskólanum Hlíðarenda. 

26. júní kl. 20 – Gamli bærinn og sagan 

Björn Pétursson bæjarminjavörður Hafnarfjarðar leiðir göngu um gamla bæinn. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafns Hafnarfjarðar.

3. júlí kl. 20 – Gengið um Klifsholt 

Valgerður Hróðmarsdóttir leiðir göngu um Klifsholt. Gengið frá Helgafellsbílastæðinu.

10. júlí kl. 20 – Kennileiti í Hafnarfirði

Ólöf Bjarnadóttir, safnafræðingur, leiðir göngu þar sem skoðuð verða valin kennileiti í Hafnarfirði. Gengið verður frá Hafnarborg.

17. júlí kl. 20 – Vatnið beislað – Jóhannes Reykdal og Hamarskotslækurinn 

Hans Unnþór Ólason leiðir þátttakendur um lækinn og skoðar sögu hans út frá rafvæðingu og virkjun Jóhannesar Reykdals. Gengið frá Reykdalsstíflunni (vestan lækjar við Kinnarnar).

24. júlí kl. 20 – Rafmögnuð framtíð – línuslóðir, lífsgæðin og ljósið 

Steinunn Þorsteinsdóttir og Einar S. Einarsson frá Landsneti ganga um slóðir Hamraneslínu sem hefur haldið ljósunum logandi síðan 1969. Gengið verður frá tengivirkinu við Hamranes.

31. júlí kl. 20 – Tölt um tónlistarslóðir í miðbænum 

Jónatan Garðarsson leiðir göngu um miðbæinn þar sem farið verður yfir tónlistarsögur á svæðinu. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafns Hafnarfjarðar.

7. ágúst kl. 17 – Fjölskylduganga – Straumur, fjaran, hraunið og eyðibýli 

Kolbrún Kristínardóttir, barnasjúkraþjálfari, leiðir þægilega og auðgengna fjölskyldugöngu um í hrauninu og fjörunni við Straum. Gengið verður frá bílastæði við Straum.

14. ágúst kl. 17 – Barnaganga með listívafi 

Tómas Leó Halldórsson, grafískur hönnuður og myndlistamaður, leiðir listagöngu frá Bókasafni Hafnarfjarðar að Víðistaðatúni. Gengið verður frá Bókasafni Hafnarfjarðar.

21. ágúst kl. 20 – Núvitundarganga um Ástjörn 

Bryndís Jóna Jónsdóttir, núvitundarkennari, leiðir gönguna um Ástjörnina  og gefur þátttakendum tækifæri á að upplifa umhverfið á nýjan hátt. Gengið frá leikskólanum Tjarnarási. 

28. ágúst kl. 20 – Huldufólk í Hafnarfirði 

Símon Jón Jóhannsson, þjóðfræðingur, segir frá álfum og huldufólki í Hafnarfirði. Gengið verður frá Flensborg. 

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar en nánari upplýsingar um göngurnar eru birtar í viðburðir framundan og á samfélagsmiðlum bæjarins þegar nær dregur hverri göngu.

Ábendingagátt