Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hefð hefur skapast fyrr því í Hafnarfirði að bjóða upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga yfir sumartímann. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og öll velkomin. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar.
Hefð hefur skapast fyrr því í Hafnarfirði að bjóða upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga yfir sumartímann. Göngudagskráin þetta sumarið er fjölbreytt og Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar hvattir til að reima á sig gönguskóna frá og með fyrstu göngu miðvikudaginn 5. júní til og með þeirri síðustu 28.ágúst. Flestar göngur taka um klukkustund, þátttaka er ókeypis og öll velkomin.
Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar.
5. júní kl. 20- Vappað um vellina
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, leiðir göngu um Vellina í Hafnarfirði sem er eitt yngsta hverfið á höfuðborgarsvæðinu. Gengið frá Hraunvallaskóla.
12. júní kl. 17 – Blómakærleikur
Harpa Gústavsdóttir leiðir kærleiksgöngu fyrir börn við Hvaleyrarvatn. Spjallað verður um kærleikann og hvað hann þýði fyrir okkur. Gengið verður frá bílastæðinu vestan megin við Hvaleyrarvatn (nær Völlum).
19. júní kl. 20 – Fyrsta vatnsveitan 1909
Jónatan Garðarsson leiðir göngu að Lækjarbotnum þar sem fyrsta vatnsveita bæjarins var útbúin árið 1909. Gengið frá leikskólanum Hlíðarenda.
26. júní kl. 20 – Gamli bærinn og sagan
Björn Pétursson bæjarminjavörður Hafnarfjarðar leiðir göngu um gamla bæinn. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafns Hafnarfjarðar.
3. júlí kl. 20 – Gengið um Klifsholt
Valgerður Hróðmarsdóttir leiðir göngu um Klifsholt. Gengið frá Helgafellsbílastæðinu.
10. júlí kl. 20 – Kennileiti í Hafnarfirði
Ólöf Bjarnadóttir, safnafræðingur, leiðir göngu þar sem skoðuð verða valin kennileiti í Hafnarfirði. Gengið verður frá Hafnarborg.
17. júlí kl. 20 – Vatnið beislað – Jóhannes Reykdal og Hamarskotslækurinn
Hans Unnþór Ólason leiðir þátttakendur um lækinn og skoðar sögu hans út frá rafvæðingu og virkjun Jóhannesar Reykdals. Gengið frá Reykdalsstíflunni (vestan lækjar við Kinnarnar).
24. júlí kl. 20 – Rafmögnuð framtíð – línuslóðir, lífsgæðin og ljósið
Steinunn Þorsteinsdóttir og Einar S. Einarsson frá Landsneti ganga um slóðir Hamraneslínu sem hefur haldið ljósunum logandi síðan 1969. Gengið verður frá tengivirkinu við Hamranes.
31. júlí kl. 20 – Tölt um tónlistarslóðir í miðbænum
Jónatan Garðarsson leiðir göngu um miðbæinn þar sem farið verður yfir tónlistarsögur á svæðinu. Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafns Hafnarfjarðar.
7. ágúst kl. 17 – Fjölskylduganga – Straumur, fjaran, hraunið og eyðibýli
Kolbrún Kristínardóttir, barnasjúkraþjálfari, leiðir þægilega og auðgengna fjölskyldugöngu um í hrauninu og fjörunni við Straum. Gengið verður frá bílastæði við Straum.
14. ágúst kl. 17 – Barnaganga með listívafi
Tómas Leó Halldórsson, grafískur hönnuður og myndlistamaður, leiðir listagöngu frá Bókasafni Hafnarfjarðar að Víðistaðatúni. Gengið verður frá Bókasafni Hafnarfjarðar.
21. ágúst kl. 20 – Núvitundarganga um Ástjörn
Bryndís Jóna Jónsdóttir, núvitundarkennari, leiðir gönguna um Ástjörnina og gefur þátttakendum tækifæri á að upplifa umhverfið á nýjan hátt. Gengið frá leikskólanum Tjarnarási.
28. ágúst kl. 20 – Huldufólk í Hafnarfirði
Símon Jón Jóhannsson, þjóðfræðingur, segir frá álfum og huldufólki í Hafnarfirði. Gengið verður frá Flensborg.
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar en nánari upplýsingar um göngurnar eru birtar í viðburðir framundan og á samfélagsmiðlum bæjarins þegar nær dregur hverri göngu.
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…