GoRed í Hafnarfirði

Fréttir

GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma. Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í átakinu með því að vekja athygli á verkefninu og hvetja rúmlega 2000 starfsmenn bæjarins til að klæðast rauðu föstudaginn 19. febrúar

GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma. Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í átakinu með því að vekja athygli á verkefninu og hvetja rúmlega 2000 starfsmenn bæjarins til að klæðast rauðu föstudaginn 19. febrúar.

Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í heiminum. GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á þessum sjúkdómum. Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í átakinu með því að vekja athygli á verkefninu og hvetja rúmlega 2000 starfsmenn bæjarins til að klæðast rauðu föstudaginn 19. febrúar.

Alheimsátak á vegum World Heart Federation

GoRed átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation og hófst á Íslandi árið 2009. Um er að ræða samstarfsverkefni Hjartaverndar, Hjartaheilla, Heilaheilla og fagdeildar hjartahjúkrunarfræðinga. Verndari átaksins hér á landi er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra. Formaður stjórnar GoRed er Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir sérfræðingur í hjartalækningum.

Aukin vitund og þekking

Konur eru oft ekki meðvitaðar um eigin áhættu og áhættuþætti. Samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar eykst tíðni áhættuþátta hjá konum eftir 50 ára aldur, og má þar nefna hækkaðan blóðþrýsting, hátt kólesteról, sykursýki og ofþyngd. Jákvætt er að verulega hefur dregið úr reykingum á Íslandi en reykingar eru mjög stór áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma, ekki síst hjá konum. Með hollu mataræði og reglubundinni hreyfingu má hafa áhrif á flesta áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma.  Það eru einungis fáein ár síðan farið var að leggja áherslu á að miðla sérstaklega upplýsingum til kvenna og heilbrigðisfagfólks um hve tíðni hjarta- og æðasjúkdóma er há hjá konum. Mikilvægt er að upplýsa konur um fyrstu einkenni hjarta- og heilaæðasjúkdóma til að geta brugðist skjótt við.

Hér má sjá Facebook síðu átaksins og eru allir hvattir til að senda inn mynd af sér í rauðu á morgun, föstudaginn 19. febrúar, sem er hinn opinberi dagur GoRed átaksins.

Ábendingagátt