Grænar greinar frá Orkusölunni

Fréttir

Orkusalan kom færandi hendi í dag og afhenti Hafnarfjarðarbæ grænar greinar Orkusölunnar. Um að ræða sitkaelri sem sveitarfélagið mun sjá um að gróðursetja á góðum stað í bænum.

Orkusalan kom færandi hendi í dag og afhenti Hafnarfjarðarbæ grænar greinar Orkusölunnar en verkefnið er fyrst og fremst hugsað til vitundarvakningar og skemmtunar.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri tók við grænum greinum Orkusölunnar frá orkuráðgjafa fyrirtækisins sem eru á ferðinni um landið og afhenda öllum sveitarfélögum landsins greinar til gróðursetningar. Um að ræða sitkaelri sem garðyrkjustjóri mun sjá um að gróðursetja í Vigdísarlundi á Víðistaðatúni.

Frá því að Orkusalan var stofnuð hefur fyrirtækið ræktað skóg við Skeiðsfossvirkjun og gróðursettu starfsmenn og fjölskyldur þeirra yfir þúsund plöntur í skóginum í fyrra.

Hafnarfjarðarbær þakkar Orkusölunni fyrir grænu greinarnar.

Ábendingagátt