Grænkun Valla – Opinn kynningarfundur
Hugmyndir að grænkun Valla verða kynntar á opnum fundi í fyrirlestrarsal Hraunvallaskóla mánudaginn 31. mars 2025 kl. 17. Við hvetjum íbúa að taka þátt og hafa áhrif.
Gerum Vellina græna – Opinn kynningarfundur
Gullfalleg græn svæði, hverfagarðar, göngustígar og líf verða kynnt á fundi í fyrirlestrarsal Hraunvallaskóla, mánudaginn 31. mars 2025 kl. 17. Markmiðið er Grænkun Valla. Íbúar fá þá að sjá þær hugmyndir sem liggja á borðinu til að gera hverfið enn betra. Inga Rut Gylfadóttir, landslagsarkitekt frá Landslagi ehf, kynnir tillögurnar. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, stýrir fundinum.
Landslag arkitektar hafa unnið að góðum hugmyndum. Þar fær óhreyft hraunið að njóta sín en inn á milli gert ráð fyrir göngustígum, sleðabrekkum, rennibrautum, sem og svæðum þar sem hægt er að leggjast í stórmöskva net með bók í hönd.
Já, sjón er sögu ríkari og þátttaka gerir hverfið betra og betra.
- Hvert er fundarefnið? Grænkun Valla
- Hvar? Hraunvallaskóla, fyrirlestrarsal
- Hvenær? 31. mars 2025 kl. 17
- Hver tekur til máls? Inga Rut Gylfadóttir, landslagsarkitekt frá Landslagi ehf, kynnir tillögurnar
- Fundarstjóri: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs.