Greining á fjárhag Hafnarfjarðarkaupstaðar

Fréttir

Á fundi bæjarstjórnar sem nú stendur yfir kynnti bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, skýrslu um greiningu á fjárhag Hafnarfjarðarkaupstaðar. 

Á fundi bæjarstjórnar sem nú stendur yfir kynnti bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, skýrslu um greiningu á fjárhag Hafnarfjarðarkaupstaðar.  Skýrslan, sem er unnin er af bæjarstjóra,  er greining á heildarrekstri og fjármálum Hafnarfjarðarkaupstaðar á tímabilinu frá 2002 til 2014.

Í skýrslunni kemur fram að fjárhagsvandi Hafnarfjarðarkaupstaðar er tvíþættur. Annars vegar rekstrarvandi, þar sem rekstrarafgangur fyrir óreglulegar tekjur var neikvæður sjö sinnum á síðustu 13 árum hjá A-hluta og sex sinnum hjá A- og B-hluta samtals. Frá árinu 2008 hefur halli verið í fjögur ár og þá rekstrarafgangur í þrjú ár. Hins vegar er það skuldavandi, þar sem skuldir sveitarfélagsins voru samtals 202% af tekjum í árslok 2014 og skuldaviðmið 176%.

Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum hefur bæjarstjórn frest til loka ársins 2021 til að koma skuldaviðmiðinu niður fyrir 150%. Þannig má ljóst vera að bæjarstjórn, starfsmenn og íbúar Hafnarfjarðarkaupstaðar standa frammi fyrir vandasömu verkefni sem mikilvægt er að sem best samstaða náist um án þess að það komi til þjónustuskerðingar.

Ábendingagátt