Greining gróðursvæða og áhættuminnkandi aðgerðir

Fréttir

Í gær hélt almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fund með öllum hagaðilum sem koma að gróðureldum á svæðinu. Fundurinn markar upphaf vinnu við greiningu gróðursvæða og mögulegra áhættuminnkandi aðgerðir á hverju svæði fyrir sig.

Fundurinn markar upphaf vinnu við greiningu gróðursvæða

Í gær hélt almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fund með öllum hagaðilum sem koma að gróðureldum á svæðinu, svo sem sveitarfélögum, skógræktarfélögum, heilbrigðiseftirlitum og Veitum. Fundurinn markar upphaf vinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu við greiningu gróðursvæða innan hvers sveitarfélags og mögulegra áhættuminnkandi aðgerðir á hverju svæði fyrir sig.

Samstarf helstu aðila sem koma að gróðursvæðunum á höfuðborgarsvæðinu

Gróðursvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru mikið nýtt til útivistar, á sama tíma eru þau uppspretta neysluvatnsins okkar, þar sem eru vatnsverndarsvæði, og hefur því enn frekari áhrif á svæðið ef þau brenna og huga þarf enn frekar að slökkvistarfi. Röskun á veðurkerfum hefur margvísleg áhrif á samfélagið. Ein birtingarmyndin eru færri rigningardagar en meiri ákefð, sem veldur því að aðstæður sem áður hafa ekki komið upp líkt og gerðist vorið 2021, þegar gróðureldur brann í Heiðmörk, og víðar á landinu, og óvissustigi almannavarna var lýst yfir í fyrsta sinn á landinu sökum gróðurelda. Það vor hófst samstarf helstu aðila sem koma að gróðursvæðunum á höfuðborgarsvæðinu. Sett voru upp skilti sem bönnuðu meðferð með eldi og sms girðingar voru settar upp á gróðursvæðum til að banna fólki meðhöndlun elds sökum aðstæðna. Nú hafa ýmsir aðilar farið í töluverða forvarnarvinnu, bætt við búnaði og eftirliti til að fylgjast með þegar aðstæður verða aftur eins og þær voru vorið 2021, þá mikill þurrkur og nýr gróður ekki farinn að taka við sér.

Markmiðið er að sporna gegn og draga úr afleiðingum bruna

Til framsögu voru fulltrúar frá Skipulagsstofnun og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, en þar hafa vinnuhópar starfað um gróðurelda með ýmissi nálgun. Fulltrúi frá Neyðarlínunni ræddi stöðuna á TETRA kerfinu og fjarskiptum. Fulltrúi frá Veitum greindi frá vinnu þeirra síðastliðin ár varðandi forvarnir, bættan búnað, vöktun og frekara viðbragð. Fulltrúi frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur fór yfir lærdóminn af brunanum í Heiðmörk 2021 og hvaða viðbúnaði Skógræktarfélagið hefur bætt við sig í kjölfar hans. Fulltrúi frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur greindi frá aðkomu þess að slíkum bruna, en líkt og komið hefur fram eru vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins flest á gróðursvæðum. Nú tekur við vinna hjá sveitarfélögunum með aðkomu hagaðila og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem mun vonandi að lokum hafa þau áhrif að draga úr afleiðingum bruna með margvíslegum hætti.
Ábendingagátt