Grenndarkynning á Suðurnesjalínu 2

Fréttir

Landsnet hf sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 í Hafnarfirði. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025.

Landsnet hf sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 í Hafnarfirði. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025.

Á fundi 24. febrúar 2015 fól Skipulags- og byggingarráð sviðsstjóra að senda erindið í grenndarkynningu ef Skipulagsstofnun mælti svo fyrir. Borist hefur umsögn Skipulagsstofnunar, sem mælir með því að framkvæmdin sé grenndarkynnt skv. 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010, en með því fá hagsmunaaðilar tækifæri til að kynna sér framkvæmdina betur.

Fyrsti kafli línunnar er bráðabirgðaloftlína sem liggja mun frá tengivirkinu við Hamranes til vesturs meðfram Ásvallabraut og Straumsvíkurlínum og áfram milli Hellnahrauns 2 og 3 meðfram Suðurnesjalínu 1 um 1,5 km leið að hornmastri við Hraunhellu.

Meðalhæð þessara mastra er 13,5 m upp í slá (sjá mynd til hægri). Þaðan mun liggja 1,7 km löng loftlína til suðurs að fyrirhuguðu tengivirki við Hrauntungur, þar sem línan er borin uppi af frístandandi stálrörum. Meðalhæð röramastranna upp í efsta brúarar er 25,5 m (sjá mynd fyrir miðju).

Þessar línur munu síðar meir fara í jarðstreng. Þaðan mun liggja loftlína til vesturs að sveitarfélagsmörkum Voga. Þar verður línan á stöguðum stálröramöstrum (sjá mynd til vinstri). Hún verður áfram loftlína.

Athugasemdum við framkvæmdina skal skila bréflega til Skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfjörður eða með tölvupósti á netfangið bjarki@hafnarfjordur.is fyrir 5. apríl n.k.

Ábendingagátt