Grenndarkynning – Gullhella 1

Fréttir

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann  20. febrúar 2017 að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns vegna lóðarinnar Gullhellu 1. Skriflegar athugasemdir óskast eigi síðar en 31. júlí 2017.

 

Breyting á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns í Hafnarfirði. Stækkun byggingarreits Gullhellu 1

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann  20. febrúar 2017 að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns vegna lóðarinnar Gullhellu 1, með vísan til 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsbreytingin felst í stækkun  byggingarreits lóðarinnar, eins og fram kemur á meðfylgjandi tillöguuppdrætti. Deiliskipulagsbreytingin verður grenndarkynnt frá 3. til 31. júlí 2017.  

Hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna hér

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 31. júlí 2017. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. 

Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagsþjónustu, Norðurhellu 2 í síma 585-5500.

Ábendingagátt