Grenndarkynning – Klettahraun 23

Fréttir

Í grenndarkynningu er breyting vegna byggingarleyfisumsóknar er varðar Klettahraun 23. Breytingin felst m.a. í að stofa verði stækkuð til suðurs um 2.7m, gólf lækkað og gluggar síkkaðir. Einnig verði bílskúr hækkaður og stækkaður til vesturs um 2m. Tillagan verður grenndarkynnt frá 7. apríl til 5. maí 2017. 

Grenndarkynning
 Klettahraun 23. Breyting vegna
byggingarleyfisumsóknar

Á
afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar þann
08.03.2017, var tekið fyrir erindi eigenda Klettahrauns 23, Magnúsar
Inga Óskarssonar og Signýjar Jóhannesdóttur um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðra breytinga á húsi
þeirra. Á fundinum var samþykkt að grenndarkynna
meðfylgjandi tillögu THG arkitekta að breytingum á Klettahrauni 23, Hafnarfirði,
dags. 07.03.2017. Erindið er grenndarkynnt í samræmi við 44. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða
fundarins var: “Afgreiðslufundur skipulags-
og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna erindið þar sem það samræmist
ekki deiliskipulagi.”

Breytingin felst m.a. í að stofa verði stækkuð
til suðurs um 2.7m, gólf lækkað og gluggar síkkaðir. Einnig verði bílskúr hækkaður
og stækkaður til vesturs um 2m. Tillagan verður grenndarkynnt frá 7. apríl til 5. maí
2017. Sjá tillögur hér: 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur
á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til
Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 5. maí 2017.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests,
teljast samþykkir henni.

Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagsþjónustu, Norðurhellu 2.

Athygli er vakin á að skv. 3.mgr. 44. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef
þeir sem hagsmuna eiga að gæta hafa lýst yfir með áritun sinni á kynningargögn
áður en frestur til athugasemda rennur út að þeir geri ekki athugasemdir við
tillöguna.

Ábendingagátt