Grenndarkynning – Strandgata 11 og Austurgata 12

Fréttir

Í grenndarkynningu er óveruleg breyting á reit 1 í deiliskipulagi Miðbæjar Hafnarfjarðar vegna lóðanna að Strandgötu 11 og Austurgötu 12.  Hægt er að skila inn skriflegum athugasemdum við breytinguna til 12. júlí.

Breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Hafnarfjarðar vegna lóðanna
Strandgötu 11 og Austurgötu 12

Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa
Hafnarfjarðar, þann 10.05. 2017, var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu
á reit 1 í deiliskipulagi Miðbæjar Hafnarfjarðar vegna lóðanna að Strandgötu 11
og Austurgötu 12, í samræmi við 44. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010. 

Deiliskipulagsbreytingin felst í því að lóðarmörk
milli lóðanna færist til suðurs um 5 metra og að byggingarreitur verði
stækkaður til vesturs, eins og fram kemur á meðfylgjandi tillöguuppdrætti. Einungis
er heimilt að byggja kjallara þar sem gert er ráð fyrir stækkun byggingarreits. Deiliskipulagsbreytingin verður grenndarkynnt frá 16. júní
til 13. júlí 2017. 

Hægt er að skoða tillöguna HÉR

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur
á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 12. júlí 2017. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins
frests, teljast samþykkir henni.

Athygli er vakin á að skv. 3.mgr. 44. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar, ef
þeir sem hagsmuna eiga að gæta hafa lýst yfir með áritun sinni á kynningargögn
áður en frestur til athugasemda rennur út, að þeir geri ekki athugasemdir við
tillöguna.

Ábendingagátt