Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst þriðjudaginn 25. ágúst. Um 4.300 hafnfirsk börn setjast á skólabekk þetta haustið, þar af um 4.000 í grunnskóla Hafnarfjarðar og af þeim eru tæplega 400 börn að hefja nám í 1. bekk.
<<Information in English below>>
Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst þriðjudaginn 25. ágúst. Um 4.300 hafnfirsk börn setjast á skólabekk þetta haustið, þar af um 4.000 í grunnskóla Hafnarfjarðar og af þeim eru tæplega 400 börn að hefja nám í 1. bekk. Ellefu grunnskólar eru starfræktir í bænum, níu af sveitarfélaginu en auk þess eru Barnaskóli Hjallastefnunnar og Nú – framsýn menntun sjálfstætt reknir grunnskólar í bænum.
Sú breyting gerist haustið 2020 að Engidalsskóli tekur til starfa á ný sem sjálfstæður grunnskóli eftir 10 ára hlé. Nemendur verða þar í 1.-6. bekk í vetur og síðan upp í 7. bekk frá hausti 2021. Nýr skólastjóri Engidalsskóla er Margrét Halldórsdóttir.
Skólahald hefst með eðlilegum hætti
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum af ákvörðunum ríkisstjórnar er að skólahald hefjist með eðlilegum hætti í haust í grunnskólum. Það merkir að kennsla verður samkvæmt stundaskrá hjá öllum nemendum. En því til viðbótar verða auknar áherslur á sóttvarnir og þrif í skólunum. Þannig verður aukin áhersla á hreinlæti meðal nemenda eins og aukinn handþvottur og sprittun, ekki síst í tengslum við máltíðir. Þá hefur verið ákveðið að draga úr komum foreldra í skóla sem mest eins og staðan er í dag og að þeir komi aðeins inn í skóla hafi þeir þangað brýnt erindi. Frekari upplýsingar munu berast frá skólum til foreldra fljótlega.
Starfsemi frístundaheimila einnig óbreytt
Starfsemi frístundaheimila verður einnig óbreytt og hefja þau starfsemi miðvikudaginn 26. ágúst fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Nemendur í 1. bekk eru þegar komnir á sérstakt sumarnámskeið í hverjum grunnskóla sem hófst eftir verslunarmannahelgi og mun standa fram að skólabyrjun (24. ágúst). Nánari upplýsingar um skólasetningu er að finna á heimasíðum skólanna sem gefa auk þess góðar upplýsingar um starf og áherslur skólanna.
Næring á skólatíma og ókeypis námsgögn
Í grunnskólum Hafnarfjarðar er öllum nemendum boðið upp á hafragraut fyrir kennslu, foreldrum /forráðamönnum að kostnaðarlausu. Auk þess er boðið upp á ávexti að morgni í áskrift fyrir alla nemendur grunnskólanna. Pöntun á áskrift á ávöxtum og hádegismat fer fram í gegnum vef Skólamatar – https://askrift.skolamatur.is/ – nema í Áslandsskóla þar sem starfrækt er framleiðslueldhús og boðið upp á sömu þjónustu fyrir alla nemendur skólans. Þar þurfa nemendur að skila inn sérstöku matarpöntunarblaði til skólans. Upplýsingar um pantanir tengdar matarþjónustu munu berast frá skólunum til foreldra í skólabyrjun. Matarþjónusta grunnskólanna hefst 26. ágúst.
Hafnarfjarðarbær útvegar grunnskólanemendum námsgögn þeim að kostnaðarlausu og sér um innkaup á ritföngum sem nota þarf í skólastarfinu. Þannig munu nemendur fá stílabækur, skriffæri, möppur og annað slíkt til viðbótar við námsbækur. Nemendur munu fá slíkt eftir þörfum eftir að skólastarfið hefst en skólataska, íþróttaföt og ritföng við heimanám er á ábyrgð foreldra.
Farsæl og gott samstarf heimilis og skóla lykilþáttur í skólastarfinu
Að mörgu er að hyggja í grunnskólastarfinu. Almennt veitir viðkomandi grunnskóli upplýsingar um daglega starfsemi og á vef bæjarins má einnig finna ýmsar upplýsingar um grunnskólastarfið. Auk þess er hægt að senda inn fyrirspurnir á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is. Farsæl skólabyrjun skiptir máli og góð tenging, samtal og samstarf heimilis og skóla er þar lykilþáttur. Góð námsskilyrði og vellíðan í skóla eykur líkurnar á því að hver og einn nemandi geti þroskast og dafnað á eigin forsendum.
—————————————————————————
Back to school autumn 2020 – Primary schools
Pupils officially go back to primary schools in Hafnarfjörður on 25 August. Some 4,300 children from Hafnarfjörður are going back to school this autumn. Around 4,000 of these will be attending primary schools in Hafnarfjörður, with around 400 starting in Grade 1. There are eleven primary schools operating in Hafnarfjörður, nine run by the municipal authorities, plus two independent schools: Barnaskóli Hjallastefnunnar and NÚ – Framsýn Menntun.
Autumn 2020 also sees the return of Engidalsskóli as an independent primary school, after having been closed for 10 years. Engidalsskóli will received pupils in Grades 1-6 this autumn, adding Grade 7 in autumn 2021. The new Head Teacher of Engidalsskóli is Margrét Halldórsdóttir.
Back to school as normal
As you will have seen in the media, the government has decided that primary schools should operate as normal this autumn. This means that all pupils can expect their usual class timetable. However, schools will also be focusing more on infection prevention measures and cleaning. Greater emphasis will be placed on hygiene among pupils, such as more frequent hand-washing and disinfecting, particularly at mealtimes. It has also been decided to keep parental visits to schools to a minimum. We ask parents to come to the school only if the matter is urgent. Parents will receive further information from schools soon.
After-school centres also operating normally
After-school centres will also be operating normally. They open on Wednesday 26 August for pupils in Grades 1-4. Pupils in Grade 1 are already attending a special summer course in each primary school. This course began early this month and will continue until schools open (24 August). Further back-to-school information can be found on the schools’ websites. Here you can also find useful information on each school’s operations and priorities.
Food in school time and free study materials
All pupils in primary schools in Hafnarfjörður are offered porridge before classes begin. This is free of charge to parents and guardians. All primary-school pupils may also register to get fruit in the course of each morning. To register for fruit and lunch, please use the Skólamatur website: https://askrift.skolamatur.is/. This does not apply to pupils at Áslandsskóli, which has its own kitchen and offers the same service for all pupils at the school. Pupils at Áslandsskóli must submit a special meal order form. Schools will provide parents with information on ordering meals when the school year begins. Meal services at primary schools will begin on 26 August.
The Hafnarfjörður municipal authorities provide pupils with study materials free of charge and handle purchasing of stationery required for schoolwork. This means that, in addition to textbooks, students receive notebooks, stationery, folders, etc. as and when they need them for their schoolwork. School bags, sports kits and stationery required for homework are to be purchased by parents.
Successful and positive co-operation between homes and schools is key
There are many things to think about when it comes to our primary schools. Usually the school in question will provide information on their day-to-day operations and the Hafnarfjörður municipal website also contains information on primary schools. It is also possible to send your questions to hafnarfjordur@hafnarfjordur.is. It is important for the school year to get off to a good start and positive connections, dialogue and co-operation between homes and schools is key to achieving this. Good study conditions and welfare in schools help each and every pupil to mature and thrive on their own terms.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…