Grunnskólahátíðin 2016

Fréttir

Félagsmiðstöðvar og grunnskólar Hafnarfjarðar hafa staðið að Grunnskólahátíðinni í áraraðir og hefur hátíðin verið unglingunum og verkefnum þeirra til sóma. 

Miðvikudaginn 3. febrúar fer fram Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði. Félagsmiðstöðvarnar og grunnskólarnir í Hafnarfirði hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og hefur hátíðin verið unglingunum og verkefnum þeirra til mikils sóma.

Um daginn verða leiksýningar  í Gaflaraleikhúsinu kl. 13:00 og 15:00 þar sem nemendur úr skólum bæjarins sýna afrakstur allskonar listtengdrar vinnu. 

  • Leiksýning kl. 13:00 er fyrir nemendur úr Áslandsskóla, Víðistaðaskóla og Hraunvallaskóla
  • Leiksýning kl. 15:00  er fyrir nemendur úr Setbergsskóla, Lækjarskóla, Öldutúnsskóla og Hvaleyrarskóla

 
Um kvöldið mun dansleikur hefjast kl 19:00 í Íþróttahúsinu Strandgötu og ljúka kl 22:30. Þar munu plötusnúðar úr Öldunni og Hrauninu stíga á stokk ásamt sigurvegurum úr söngkeppni félagsmiðstöðvanna sem koma frá Mosanum og Hrauninu. Einnig munu Friðrik Dór, Jón Jónsson, Emmsjé Gauti og plötusnúðarnir í Basic House Effect koma fram.  

Allir verða keyrðir heim að dansleik loknum.

Ábendingagátt