Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði

Fréttir

Í dag fer fram Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði. Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og hefur hátíðin verið unglingum og verkefnum þeirra til sóma. Yfir daginn verða leiksýningar  í Gaflaraleikhúsinu kl. 10, 12 og 14. Þar sýna nemendur úr skólum bæjarins afrakstur allskonar listtengdrar vinnu.

Í dag fer fram Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði. Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og hefur hátíðin verið unglingum og verkefnum þeirra til sóma. 

Sýningar í Gaflaraleikhúsi

Yfir daginn í dag verða leiksýningar  í Gaflaraleikhúsinu kl. 10, 12 og 14. Þar sýna nemendur úr skólum bæjarins afrakstur allskonar listtengdrar vinnu.

  • Leiksýning kl. 10:00 er fyrir Hraunvallaskóla og Setbergsskóla
  • Næsta sýning er kl. 12:30 fyrir nemendur úr Víðistaðaskóla og Setbergsskóla. Sýningu hefur verið seinkað um 30 mínútur vegna veðurs
  • Síðasta sýningin er kl. 14 og er fyrir Setbergsskóla, Lækjarskóla, Öldutúnsskóla, Áslandsskóla og Hvaleyrarskóla

Dansleikur í Íþróttahúsinu Strandgötu

Í kvöld hefst dansleikur kl. 19 í Íþróttahúsinu Strandgötu sem ljúka mun kl. 22:30. Þar munu PartyPrins X Umboðsmaður stíga á stokk ásamt sigurvegurum úr söngkeppni félagsmiðstöðvanna sem koma frá Öldunni og Vitanum. Einnig munu DJ Darri T, Páll Óskar og Emmsjé Gauti koma fram.

Allir verða keyrðir heim að dansleik loknum. 

Ábendingagátt