Grunnskólahátíðin #gsh2015

Fréttir

Á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar fer fram Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði.   Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og það verið unglingum og verkefnum þeirra til sóma.

Á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar fer fram Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði.   Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og það verið unglingum og verkefnum þeirra til sóma.

Um daginn verða leiksýningar  í Gaflaraleikhúsinu kl. 13:00 og 15:00. Þar sýna nemendur úr skólum bæjarins afrakstur allskonar listtengdrar vinnu.

Leiksýningar  kl. 13:00 eru fyrir Áslandsskóla, Víðistaðaskóla og Hraunvallaskóla.

Næsta sýning er kl. 15:00 fyrir nemendur úr  Setbergsskóla, Lækjarskóla, Öldutúnsskóla og Hvaleyrarskóla.

 Sérstök forsýning verður þriðjudagskvöldið 10. febrúar kl. 20:00 fyrir foreldra og aðra áhugasama.

Um kvöldið þann 11. febrúar mun dansleikur hefjast kl 19:00 í Íþróttahúsinu Strandgötu og ljúka kl 22:30. Þar munu sigurvegarar úr söngkeppni félagsmiðstöðvanna stíga á stokk, hafnfirsku stórpoppararnir Friðrik Dór og Jón Jónsson syngja nokkur af sínum vinsælustu lögum, plötusnúðar spila nýjustu danstónlistina og hápunktur kvöldsins er þegar Reykjavíkurdætur koma fram.  Allir verða keyrðir heim að dansleik loknum.

 

 

 

Með bestu kveðju,

 

                      

                                                

Andri Ómarsson        

Verkefnastjóri ÍTH, umsjónarmaður Grunnskólahátíðar 2015

Sími 585 5750; Gsm 664 5779

andriom@hafnarfjordur.is

 

Geir Bjarnason                                  

Æskulýðsfulltrúi, sími 585 57 50; Gsm 664 5754    

geir@hafnarfjordur.is           

Ábendingagátt