Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst á morgun þriðjudaginn 24. ágúst. Um 4.300 hafnfirsk börn setjast á grunnskólabekk þetta haustið samanlagt í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar. Af þeim eru yfir 350 börn að hefja nám í 1. bekk og svipaður nemendafjöldi lauk námi úr 10. bekk í vor svo nemendafjöldinn í Hafnarfirði er svipaður milli skólaára.
Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst á morgun þriðjudaginn 24. ágúst. Um 4.300 hafnfirsk börn setjast á grunnskólabekk þetta haustið samanlagt í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar. Af þeim eru yfir 350 börn að hefja nám í 1. bekk og svipaður nemendafjöldi lauk námi úr 10. bekk í vor svo nemendafjöldinn í Hafnarfirði er svipaður milli skólaára. Ellefu grunnskólar eru starfræktir í bænum, níu af sveitarfélaginu en auk þess eru Barnaskóli Hjallastefnunnar og Nú – framsýn menntun sjálfstætt starfandi grunnskólar í bænum.
Í takti við gildandi reglugerð þá hefst skólastarf með eðlilegum hætti sem þýðir að kennsla verður samkvæmt stundaskrá hjá öllum nemendum auk matarþjónustu, skólaþjónustu, frístundaheimila og félagsmiðstöða. En því til viðbótar, líkt og var við upphaf grunnskólastarfs haustið 2020, er rík áhersla áfram lögð á sóttvarnir og þrif í skólunum og hreinlæti og persónulegar sóttvarnir meðal nemenda og starfsfólks. Takmarkanir eru enn á heimsóknir foreldra í skóla og foreldrar beðnir um að koma aðeins inn í skóla hafi þeir þangað brýnt erindi. Við skólasetningu er foreldrum nýnema og foreldrum og forráðamönnum nemenda í 1. bekk heimilt að koma í skólana og upplifa skólasetningu með börnum sínum en skólasetning í 2.-10. bekk fer fram án foreldra. Nánari upplýsingar um skólasetningu er að finna á vef hvers skóla fyrir sig sem gefa auk þess góðar upplýsingar um starf og áherslur skólanna.
Starfsemi frístundaheimila verður einnig óbreytt og hefja þau starfsemi miðvikudaginn 25. ágúst fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Nemendur í 1. bekk eru þegar komnir á sérstakt sumarnámskeið í hverjum grunnskóla sem stendur yfir fram að skólabyrjun.
Í grunnskólum Hafnarfjarðar er öllum nemendum boðið upp á hafragraut fyrir kennslu, foreldrum /forráðamönnum að kostnaðarlausu. Auk þess er boðið upp á ávexti að morgni í áskrift fyrir alla nemendur grunnskólanna. Pöntun á áskrift á ávöxtum og hádegismat fer fram í gegnum vef Skólamatar – https://askrift.skolamatur.is/ – nema í Áslandsskóla þar sem starfrækt er framleiðslueldhús og boðið upp á sömu þjónustu fyrir alla nemendur skólans. Þar þurfa nemendur að skila inn sérstöku matarpöntunarblaði til skólans. Upplýsingar um pantanir tengdar matarþjónustu munu berast frá skólunum til foreldra í skólabyrjun. Matarþjónusta grunnskólanna hefst 26. ágúst.
Hafnarfjarðarbær útvegar grunnskólanemendum námsgögn þeim að kostnaðarlausu og sér um innkaup á ritföngum sem nota þarf í skólastarfinu. Þannig munu nemendur fá stílabækur, skriffæri, möppur og annað slíkt til viðbótar við námsbækur. Nemendur munu fá slíkt eftir þörfum eftir að skólastarfið hefst en skólataska, íþróttaföt og ritföng við heimanám er á ábyrgð foreldra.
Að mörgu er að hyggja í grunnskólastarfinu. Almennt veitir viðkomandi grunnskóli upplýsingar um daglega starfsemi og á vef bæjarins má einnig finna ýmsar upplýsingar um grunnskólastarfið. Auk þess er hægt að senda inn fyrirspurnir á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is. Farsæl skólabyrjun skiptir máli og góð tenging, samtal og samstarf heimilis og skóla er þar lykilþáttur. Góð námsskilyrði og vellíðan í skóla eykur líkurnar á því að hver og einn nemandi geti þroskast og dafnað á eigin forsendum.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…