Grunnskólastarfið að hefjast

Fréttir

Grunnskólar Hafnarfjarðar hefja kennslu í næstu viku þegar nemendur mæta í skólann mánudaginn 24. ágúst nk. 

Grunnskólar Hafnarfjarðar hefja kennslu í næstu viku þegar nemendur mæta í skólann mánudaginn 24. ágúst nk. Nánari upplýsingar um upphaf skólastarfsins í hverjum skóla má svo finna á heimasíðum skólanna:

 

 

Starfsfólk skólanna er þegar mætt til starfa og hefur hafið undirbúning kennslunnar og annarra verkefna sem fylgja skólastarfinu. Það er almennur undirbúningur kennslu, fræðsla ýmiss konar til starfsmanna og skólahúsnæði komið í stand eftir sumarið.

Fræðsla sem starfsfólki skólanna stendur til boða er ýmist skipulögð af einstaka skólum eða Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Nýtt starfsfólk grunnskólanna fær t.d. fræðslu um SMT-skólafærni og íþróttakennarar skólanna fá sérstaka fræðslu um slysavarnir í sundlaugum.

Myndin hér til hliðar er frá slysavarnarnámskeiði fyrir íþróttakennara bæjarins sem haldin eru í dag og á fimmtudaginn.

Ábendingagátt