Grunnurinn að Hamranesskóla risinn – Einstakar myndir

Fréttir

Grunnurinn Hamranesskóla er risinn. Hverfið er að taka á sig fulla mynd eins og myndir ljósmyndarans Ragnars Th. Sigurðssonar fyrir verktakann Ístak sýna.

Hamraneshverfið í dýrð sinni

Grunnurinn Hamranesskóla er risinn. Hverfið er að taka á sig fulla mynd eins og myndir ljósmyndarans Ragnars Th. Sigurðssonar fyrir verktakann Ístak sýna.

Hamraneshverfi hefur risið á aðeins á rúmum fjórum árum. Stofnbrautin um hverfið var opnuð 2022. Húsin hafa sprottið upp eitt af öðru, fjölmörg Svansvottuð.

„Þetta er nútímahverfi með allt að 1900 íbúðum, þessum grunnskóla og leikskóla. Stutt er í gullfallegt upplandið,“ segir Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs. Í hverfinu verður hjúkrunarheimili og horft á myndirnar má benda á að það rís á hraunbreiðinni, stærstu tómu lóðinni í hringum.

Fyrsti áfangi Hamranesskóla verður tilbúinn haustið 2027 og skólinn sjálfur eins og hverfið 2029. Hamranesskóli verður heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til 16 ára. Skólinn verður byggður samkvæmt metnaðarfullri hugmyndafræði og býður uppá spennandi tækifæri til nýbreytni í skólastarfi. Í skólanum verður frístundaheimili og félagsmiðstöð ásamt útbúi frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Samningurinn við Ístak var undirritaður á bæjarskrifstofum Hafnarfjarðar í sumar.  Skólinn verður sá tólfti í Hafnarfjarðarbæ en tíundi rekinn af bænum. Hann verður 8800 fermetrar.

Njótum einstakra mynda Ragnars Th. Sigurðssonar.

Ábendingagátt