Guðlaug Ósk er nýr sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Guðlaugu Ósk Gísladóttur í stöðu sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar. Guðlaug hefur starfað sem deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafadeildar hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar frá árinu 2000. Guðlaug mun hefja störf í upphafi á nýju ári.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Guðlaugu Ósk Gísladóttur í stöðu sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar. Guðlaug er félagsráðgjafi að mennt, með MPA í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafadeildar hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar frá árinu 2000. Guðlaug mun hefja störf í upphafi á nýju ári.
Ábendingagátt