Guðrún Brá og Anton Sveinn eru íþróttafólk Hafnarfjarðar 2022

Fréttir

Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Afrekslið Hafnarfjarðar 2022 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá FH. Guðrún Brá Björgvinsdóttir frá Golfklúbbnum Keili er íþróttakona Hafnarfjarðar 2022 og Anton Sveinn McKee frá Sundfélagi Hafnarfjarðar er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2022.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir frá Golfklúbbnum Keili er íþróttakona Hafnarfjarðar 2022 og Anton Sveinn McKee frá Sundfélagi Hafnarfjarðar er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2022. Hér með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anton Sveinn McKee eru íþróttafólk Hafnarfjarðar 2022

Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Afrekslið Hafnarfjarðar 2022 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá FH. Guðrún Brá Björgvinsdóttir frá Golfklúbbnum Keili er íþróttakona Hafnarfjarðar 2022 og Anton Sveinn McKee frá Sundfélagi Hafnarfjarðar er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2022.

Upptaka frá viðurkenningahátíð Hafnarfjarðar 2022

Guðrún Brá Björgvinsdóttir frá Golfklúbbnum Keili er íþróttakona Hafnarfjarðar 2022 og Anton Sveinn McKee frá Sundfélagi Hafnarfjarðar er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2022. Hér með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir frá Golfklúbbnum Keili er íþróttakona Hafnarfjarðar 2022 og Anton Sveinn McKee frá Sundfélagi Hafnarfjarðar er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2022. Hér með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar.

Hátt í 400 hafnfirskir einstaklingar hafa unnið Íslandsmeistaratitla á árinu

Árlega stendur Hafnarfjarðarbær fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sem keppir með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar. Hátíðin fór fram í íþróttahúsinu að Strandgötu í dag. Á árinu 2022 hafa hátt í 400 einstaklingar unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku liði og er þeim sérstaklega óskað til hamingju með árangurinn. Á hátíðinni var 8 milljónum úthlutað úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að og ætlað er að efla íþróttastarf fyrir yngri en 18 ára.

Afrekslið 2022 er karla- og kvennalið frjálsíþróttadeildar FH

Íþróttalið Hafnarfjarðar 2022 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsíþróttum hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Liðið stóð sig frábærlega á árinu, sigraði í öllum frjálsíþróttamótum sem keppt var til stiga á árinu fyrir utan eitt og vann 11 stigakeppnir á Íslands- og bikarmeistaramótum af 12 mögulegum. Þá vann liðið til fjölda titla bæði á Meistaramótum sem og í Bikarkeppni.

Afrekslið Hafnarfjarðar 2022 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá FH. Hér eru fulltrúar liðsins með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar.

Afrekslið Hafnarfjarðar 2022 er meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsum íþróttum hjá FH. Hér eru fulltrúar liðsins með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er íþróttakona Hafnarfjarðar 2022

Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum Keili er atvinnukylfingur í golfi og leikur á Evrópumótaröð kvenna þar sem hún var með fullan þátttökurétt á árinu. Hún tók þátt í sextán mótum á árinu og besti árangur hennar var 10. sæti á ATS mótinu í Bangkok og bætir sig á heimslista atvinnukvenna í golfi á milli ára. Guðrún Brá er ein af fremstu kylfingum landsins og hefur verið það í mörg ár. Í dag er Guðrún 162. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaraðarinnar. Guðrún Brá  er í sæti 783 (949 í fyrra) á heimslista atvinnukvenna í golfi.

Anton Sveinn McKee er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2022

Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Anton Sveinn er landsliðsmaður fyrir íslenska landsliðið í sundi og þátttakandi á heimsmeistaramóti og Evrópumeistaramóti í 50m laug þar sem hann lenti í 6. sæti í úrslitakeppni í 200m bringusundi á báðum mótum. Einnig var hann þátttakandi á heimsmeistaramóti í 25m laug þar sem hann lenti í 10. sæti í 200m bringusundi og í 18. sæti í 100m bringusundi. Hann æfir og keppir með atvinnumannaliði í sundi. Anton Sveinn var valinn sundkarl Sundsambands Íslands 2022.

Hafnarfjarðarbær óskar íþróttafólki Hafnarfjarðar innilega til hamingju með afrek ársins 2022!

Ábendingagátt