Guðríður Ósk Elíasdóttir

Fréttir

Við upphaf bæjarstjórnarfundar á miðvikudaginn var Guðríðar Óskar Elíasdóttur minnst. Guðríður Ósk lést nýverið.

Við upphaf bæjarstjórnarfundar á miðvikudaginn var Guðríðar Óskar Elíasdóttur minnst en hún lést nýverið.

Guðríður var verkalýðsforkólfur og tók virkan þátt í félagsmálum. Hún var í forystu Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði og fyrrverandi varaforseti ASÍ. Guðrún Ósk var máttarstólpi í verkalýðshreyfingunni og gegndi þar margvíslegu hlutverki. Hún var varabæjarfulltrúi frá árinu 1974 og bæjarfulltrúi á árunum 1977-1978 fyrir Alþýðuflokkinn. 

Guðríður var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 1997 fyrir störf sín að verkalýðsmálum. 

Hafnarfjarðarbær sendir fjölskyldu Guðríðar Óskar samúðarkveðjur.

Ábendingagátt