Gulur litaði stofnanir og vinnustöðvar í dag

Fréttir

Víða mátti sjá gula litinn á starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar í dag. „Við tókum þetta alla leið,“ segir Margrét Sverrisdóttir, skólastjóri Öldutúnsskóla. Hún, rétt eins og starsfólk og fjölmargir nemendur, var í gulum bol í tilefni guls septembermánaðar. Guli liturinn prýddi bæinn víða dag.

Gulur september í stofnunum bæjarins

Víða mátti sjá gula litinn á starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar í dag. „Við tókum þetta alla leið,“ segir Margrét Sverrisdóttir, skólastjóri Öldutúnsskóla, um stemninguna þar. Hún, rétt eins og starfsfólk og fjölmargir nemendur, var í gulum bol í tilefni guls septembermánaðar. Gul kaka, gulir dúkar, gulur drykkur og gulir þristar kættu starfsfólkið.

Gul vitundarvakning

Lögð er áhersla á að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi í Gulum september. Þessi árstími er valinn vegna þess að Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er einmitt í dag, 10. september, og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október. Gulur er litur sjálfsvígsforvarna.
Ábendingagátt