GYM Heilsa opnar nýja stöð í Ásvallalaug

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Gym Heilsa ehf. hafa samið um leigu á húsnæði í Ásvallalaug sem ætlað er undir líkamsræktarstöð. Þar mun Gym Heilsa opna aðra líkamsræktarstöð í Hafnarfirði en fyrirtækið hefur frá árinu 1999 rekið stöð í Suðurbæjarlaug. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Kjartan Már Hrafnkellsson, eigandi GYM Heilsu, skrifuðu í vikunni undir leigusamning til fimm ára.

Hafnarfjarðarbær og GYM Heilsa ehf. hafa samið um leigu á húsnæði í Ásvallalaug
sem ætlað er undir líkamsræktarstöð. Þar mun GYM Heilsa opna sína aðra líkamsræktarstöð í Hafnarfirði en fyrirtækið hefur frá árinu 1999 rekið stöð
í Suðurbæjarlaug. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Kjartan
Már Hallkelsson, eigandi GYM Heilsu, skrifuðu í vikunni undir leigusamning
til fimm ára.

Gert er ráð fyrir að ný stöð opni á haustmánuðum

Samningstímabilið er frá og
með 1. ágúst 2021 til og með 31. júlí 2026. GYM Heilsa hefur að samningstíma
loknum forleigurétt til þriggja ára verði húsnæðið áfram leigt til sambærilega
nota. Hið leigða rými er alls 553,3m2. Hóptímasalur að stærðinni 157,8
m2 verður deilt með annarri starfsemi í mannvirkinu. Gert er ráð
fyrir að ný stöð opni á haustmánuðum og munu meðlimir GYM Heilsu hafa aðgang að bæði líkamsrækt og sundi á báðum stöðunum í Hafnarfirði.

IMG_9756

Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, Kjartan Már Hallkelsson eigandi GYM Heilsu og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar við undirritun á samningi í vikunni. 

Um GYM Heilsu

GYM heilsa rekur fyrir tíu heilsuræktarstöðvar á Íslandi
tengdar sundlaugum. Fyrsta stöðin var opnuð af sænskum aðilum árið 1997 í
Sundlaug Kópavogs. Sumarið 2013 keyptu Kjartan Már Hallkelsson og Guðrún
Benediktsdóttir fyrirtækið en þau ásamt fjölskylduaðilum þeirra beggja hafa annast
reksturinn frá 1997/1998.

Við bjóðum GYM Heilsu velkomin
í Ásvallalaug! 

Ábendingagátt