Hættustig vegna gróðurelda

Fréttir

Í ljósi þess að hættustig ríkir á höfuðborgarsvæðinu vegna hættu á gróðureldum sendir aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins frá sér eftirfarandi tilkynningu.

Í ljósi þess að hættustig ríkir á höfuðborgarsvæðinu vegna hættu á gróðureldum sendir aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins frá sér eftirfarandi tilkynningu.

Öll meðferð elds bönnuð á svæðinu

Vegna þurrka og hættu á gróðureldum í Heiðmörk og öðrum gróðursvæðum á höfuðborgarsvæðinu er öll meðferð elds bönnuð á svæðinu. Send verða SMS skilaboð á fólk sem fer inn í Heiðmörk, en þar sem svæðið er víðfeðmt eru líkur á því að fólk sem er nálægt svæðinu fái einnig skilaboðin og biðjum við fólk að sýna því skilning í ljósi brýnna aðstæðna. SMS skilaboðin eru send út á íslensku, ensku og pólsku. Gróðurinn er mjög þurr og er því mikilvægt að vera ekki með eld, reykja eða notkun verkfæra sem geta skapað eldhættu á gróðursvæði.

Almenningur
og
sumarhúsaeigendur á svæðinu eru
hvattir til að:

  • Ekki kveikja eld innan sem utandyra (kamínur, grill, varðeldar,
    flugeldar og fleira)
  • Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill
  • Kanna flóttaleiðir við sumarhús
  • Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun
  • Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista
  • Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta)
  • Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er


Hægt er að kynna sér betur
hættur vegna gróðurelda:


Ef fólk verður
vart við gróðurelda á strax að hringja í 112.

Ljósmynd: Freyr Arnarson @ RÚV 

Ábendingagátt