Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Mávurinn Auður; spjallmenni Hafnarfjarðarbæjar fékk athygli á ráðstefnu Skýs, Heitustu tölvumálin framundan, sem haldin var á dögunum.
„Spunagreind. Með henni koma breyttar kröfur, bæði frá notanda og þeim sem vinna með hana,“ sagði Ingvar Högni Ragnarsson, verkefnastjóri starfrænnar þróunar Hafnarfjarðarbæjar á ráðstefnu Skýs sem haldið var í Norðurljósasal Hörpu á dögunum. Yfirskriftin ráðstefnunnar var; Heitustu tölvumálin framundan.
„Þessi tækni gerir nýjar kröfur um framsetningu, strúktur og hvernig við geymum gögn. Öryggi er einnig risastór spurning; hvað má og hvað má ekki,“ sagði hann og lýsti því hvernig stafræna teymi Hafnarfjarðarbæjar hafi metið verkefnin og hvernig mætti halda inn á þessa braut. „Við vildum ekki stoppa, heldur halda áfram og taka þátt,“ sagði hann úr pontu.
Ingvar Högni Ragnarsson, verkefnastjóri starfrænnar þróunar Hafnarfjarðarbæjar.
Fundu mesta virðið fyrir þjónustuna
„Við þurfum að hugsa skynsamlega sem sveitarfélag og við hugsuðum: Hvar byrjar maður og hvernig? Svo hugsar maður: Hvað má og hvað ekki?“ Síðan hafi leitin að mesta virðinu fyrir íbúa Hafnarfjarðar hafist; ytri og innri aðstæður hafi verið metnar.
Við leitina hafi verið ljóst hafi að ChatGPT hafi skilað betri og skýrari niðurstöðum við fyrirspurnum en fyrri leitarvel bæjarvefjarins. „ChatGPT var betri í að finna nákvæmari upplýsingar,“ lýsti Ingvar. Ljóst hafi verið að þessi leið væri að ryðja sér leið því leitarvélanotkun hjá Google sé að minnka. Bærinn hafi við þessa vitneskju horfið frá hönnun dýrkeypts, tímafreks spjallmennis, sem hafi verið í þróun, og hafið þróun á snjallmenni sem nýtti ChatGPT. En hver er munurinn?
„Jú, með ChatGPT fæst ákveðinn aðstoðarmaður, góður í að semja texta og umorða, góður í þýðingum,“ sagði hann. Hafnarfjarðarbær hafi unnið lausnina með Avista.
„Þeim leist vel á hugmyndina og fannst spennandi að fara í þessa vinnu.“ Spjallmennið styðjist við vefi Hafnarfjarðar, HMS, skattsins, vef Alþingi og áþekkra vefja til að dýpka svörin til íbúa. „Við gátum stillt svörun. Ef spurt var flókið, var svarið samt stutt.“
Ingvar segir að það hafi verið mikilvægt að Auður spjallmenni fylgdi hönnunarstaðli Hafnarfjarðarbæjar. En Auður hafi líka komið á óvart. „Það sem gerðist eftirá, og við báðum hana ekki um, var að hún lærði Hafnarfjarðarbrandara.“
Ingvar segir spjallmennið greina hvernig fólk spyr og birta á mælaborði. „Við þurfum þá ekki að fara yfir endalaus spjöll við Auði.“ Hún geri það sjálf.
Þróa líka leitarvélina
Ingvar sagði frá því á fundinum að nú væri ný leitarvél í vinnslu. Gefa mætti henni aðrar forsendur en spjallmenni. „Hún fær aðgang að fundargerðum, fréttum, viðburðum,“ sagði hann.
„Leitin þar er hugsuð sem stikkorðaleit. Ef að leitin skilar ekki niðurstöðu getur sá sem spyr fært leitina til spjallmennisins. Þú getur líka sameinað þetta. Þetta er það sem við erum að vinna og þróa og skilgreina í þessari flokkun. Út frá þessu má leita að ákveðnu efni í fundargerðum og biðja Auði að gera samanburð úr fundargerðum og þrengja leitina niður, eða útbúa samantektir.“
Já, ljóst var þennan morgun að Hafnarfjarðarbær stendur afar framarlega í þróun þjónustu við íbúa. Áfram Auður – Áfram starfræna teymi Hafnarfjarðar, en einmitt þessi vinna og stafræn umbreyting Hafnarfjarðar leiddi til nýsköpunarverðlauna hins opinbera fyrr á árinu.
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…