Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Aukinn sveigjanleiki í kerfinu og gjöld lækka umtalsvert fyrir sex tíma dvöl. Í upphafi árs 2023 steig Hafnarfjarðarbær tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi til framtíðar með ákveðnum aðgerðum og voru um leið boðaðar enn frekari aðgerðir til að svara betur þörfum leikskólastarfsins. Nú hafa þau skref verið stigin og miklar breytingar boðaðar á leikskólastarfi í bænum.
Í upphafi árs 2023 steig Hafnarfjarðarbær tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi til framtíðar með ákveðnum aðgerðum og voru um leið boðaðar enn frekari aðgerðir til að svara betur þörfum leikskólastarfsins. Nú hafa þau skref verið stigin og miklar breytingar boðaðar á leikskólastarfi í bænum. Breytingarnar eru í meginatriðum þessar:
„Við boðum miklar breytingar umfram þær sem við höfum þegar hrint í framkvæmd á árinu. Árangur þeirra aðgerða er sýnilegur sérstaklega þegar litið er til hlutfalls fagmenntaðra innan leikskólanna sem hefur fjölgað á árinu. En ljóst var að grípa þyrfti til enn frekari breytinga á skipulagi leikskóladagsins til að koma til móts við væntingar og kröfur. Dagvistun barna er gríðarstórt viðfangsefni samfélagsins alls og það er forgangsmál að þetta kerfi virki. Því þarf að leita allra leiða í því skyni að þróa leikskólastarf til að geta boðið þá þjónustu sem nauðsynleg er. Ég bind miklar vonir við að við séum að móta og skapa nýja framtíð leikskólanna með þessum breytingum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Aðgerðirnar sem farið var í fyrr á árinu fólu m.a. í sér 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk leikskólanna, aukið samræmi milli fyrstu skólastiganna, heimgreiðslur til foreldra og stofn– og aðstöðustyrki til dagforeldra. Samhliða var boðuð endurskipulagning leikskóladagsins og nýverið skilaði starfshópur af sér skýrslu með ellefu aðgerðum sem byggja á ítarlegum greiningum og samtali við hlutaðeigandi aðila leikskólasamfélagsins.
Starfshópurinn skilaði tillögum sínum í lok nóvember 2023 og innleiðing þeirra samþykkt á fundi fræðsluráðs. Í grunninn fela tillögur starfshóps í sér að skilgreina tvíþætta starfsemi innan leikskóladagsins. Annars vegar sem kennslu og hins vegar sem frístundastarf út frá faglegum sjónarmiðum og skipulagi innan dagsins og leikskólaársins. Sú breyting verður gerð á leikskóladagatali að það sé sambærilegt við skóladagatal grunnskóla með 180 kennsludögum á ári og dagana umfram það er starfrækt frístundastarf með öðrum áherslum.
Markmið allra þessara aðgerða, bæði þeirra sem komnar eru til framkvæmda og þeirra sem boðaðar eru á nýju ári, er að auka sveigjanleika innan skóladagsins allt árið um kring og fjölga fagfólki í leikskólum bæjarins. Aðgerðirnar verða kynntar fyrir foreldrum og forsjáraðilum í upphafi á nýju ári. Hafnarfjarðarbær fékk á árinu hvatningarverðlaun leikskóla, Orðsporið, fyrir að samræma starfstíma í leik– og grunnskólum bæjarins og samræma skólaárið á þessum tveimur skólastigum. Innleiðing á einu leyfisbréfi til kennslu árið 2019 varð m.a. til þess að fleiri hafa síðan þá kosið að starfa innan grunnskólanna og ástæðan sögð starfsumhverfið, sveigjanleikinn og skipulag skólaársins. Miklar vonir eru bundnar við að nýtt fyrirkomulag og aðgerðir snúi þessari þróun við, efli og styrki fagstarf innan leikskólanna enn frekar til framtíðar og að fjölgun verði í hópi fagmenntaðra á mikilvægum mótunarárum í lífi ungra barna.
Skýrslu með tillögum starfshóps má finna í fundargerð fræðsluráðs
Upplýsingar um Hafnarfjarðarleiðina í leikskólamálum í Hafnarfirði
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.