Hafnarfjarðarbær eignast St. Jósefsspítala

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga að fyrirliggjandi kaupsamningi á húsnæði St. Jósefsspítala og þar með frá kaupum á eigninni. Sérstakur starfshópur mun skoða hugmyndir um starfsemi í húsinu.

Bæjarstjórn
Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga að fyrirliggjandi
kaupsamningi á húsnæði St. Jósefsspítala og þar með frá kaupum á eigninni. Við
kaupin skuldbindur Hafnarfjarðarbær sig til að reka almannaþjónustu í
fasteigninni að lágmarki í 15 ár frá undirritun samnings. Sérstakur starfshópur
mun skoða hugmyndir um starfsemi í húsinu.

Hafnarfjarðarbær hefur samið við fjármála- og efnahagsráðuneytið
um kaup á 85% eignarhlut ríkisins í St. Jósefsspítala að Suðurgötu 41 í
Hafnarfirði ásamt sömu hlutdeilt í eignarlóð og öllu því sem eigninni fylgir.
Fyrir átti Hafnarfjarðarbær 15% í eigninni. Hér er um að ræða fyrrum sjúkrahús
á fjórum hæðum í nokkrum samföstum byggingum ásamt kapellu.

Stærð hússins er 2.829 m² og er húsið byggt á árunum 1926, 1973 og 2006. Byggingin stendur
á 4.467,2 m² eignarlóð sem skilgreind er sem lóð undir samfélagsþjónustu. Við
kaupin skuldbindur Hafnarfjarðarbær sig til að reka almannaþjónustu í
fasteigninni að lágmarki í 15 ár frá undirritun samnings. Með almannaþjónustu
er átt við starfsemi vegna félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, menningar- eða
fræðslustarfsemi eða aðra sambærilega þjónustu sem almenningur sækir í sveitarfélaginu.
Hafnarfjarðarbær skuldbindur sig jafnframt til hefja rekstur í fasteigninni
innan 3 ára frá undirritun samnings. Kaupverð er 100 milljónir króna og fer
afhending á eign fram 15. ágúst 2017. 

Ábendingagátt