Heilavinabærinn Hafnarfjörður – af öllu hjarta

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Alzheimersamtökin skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um innleiðingu á samfélagi sem er vinveitt, styðjandi og meðvitað um þarfir fólks með heilabilun og aðstandendur þeirra. Þannig mun Hafnarfjarðarbær, með faglegri aðstoð og öflugum stuðningi Alzheimersamtakanna, markvisst varða leið þeirra sem eru með heilabilun með því að ýta undir vitund og þekkingu hvorutveggja starfsfólks og íbúa sveitarfélagsins. 

Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og fjölskyldur þeirra 

Hafnarfjarðarbær og Alzheimersamtökin skrifuðu
í dag undir samstarfsyfirlýsingu um innleiðingu á samfélagi sem er vinveitt,
styðjandi og meðvitað um þarfir fólks með heilabilun og aðstandendur þeirra. Þannig mun Hafnarfjarðarbær, með faglegri
aðstoð og öflugum stuðningi Alzheimersamtakanna, markvisst varða leið þeirra sem
eru með heilabilun með því að ýta undir vitund og þekkingu hvorutveggja
starfsfólks og íbúa sveitarfélagsins. Aukin vitund allra ýtir undir vellíðan og
öryggi þessa viðkvæma hóps en talið er að 4000-5000 einstaklingar búi við
heilabilunarsjúkdóma á Íslandi, þar af u.þ.b. 250 manns undir 65 ára aldri.
Búast má við verulegri fjölgun samhliða hækkandi aldri þjóðarinnar.

0K1A9761Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Árni Sverrisson formaður stjórnar Alzheimersamtakanna undirrituðu samstarfsyfirlýsingu í Bæjarbíói í dag.

Hlúum vel að öllum þeim sem minna mega sín

Til að marka upphaf verkefnisins var fámennur
og góðmennur kynningarfundur haldinn í Bæjarbíói þar sem flutt voru áhugaverð
erindi fagaðila um markmið, tilgang og mikilvægi verkefnisins auk þess sem Rósa
Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
og Eliza Reid forsetafrú fluttu stutt erindi en Frú Eliza Reid hefur verið verndari
Alzheimersamtakanna um árabil. Yfirlýst markmið verkefnisins er að auka vitund
og þekkingu allra á heilabilunarsjúkdómum og byggja upp samfélag sem sýnir þeim
sem eru með heilabilun og fjölskyldum þeirra virðingu, skilning og stuðning.

„Hafnarfjarðarbær er styðjandi samfélag og nú
viljum við gera enn betur og leggja sérstaka áherslu á fólkið okkar sem gleymir
með því að auka vitund allra á mikilvægi þess að vera vinveittur og styðjandi
við þá einstaklinga sem gleyma og aðstandendur þeirra. Við erum vinveitt og
gott samfélag og eigum að vera meðvitað um nágranna okkar, samstarfsfélaga og
annað samferðafólk. Við verðum öll að leggjast á eitt um að gera einstaklingum
með heilabilun kleift að lifa áfram góðu og innihaldsríku lífi í styðjandi og
öruggu samfélagi“
segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
Hafnarfjarðar. „Þetta fæst m.a. með aukinni fræðslu og þekkingu á
heilabilunarsjúkdómum.“

0K1A9695Kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði flutti nokkur vel valin lög í tilefni dagsins. 


Öflug fræðsla fyrir alla áhugasama

Á næstu vikum og mánuðum mun eiga sér stað
fræðsla fyrir m.a. starfsfólk stofnana og sundlauga sveitarfélagsins, áhugasama
íbúa og starfsfólk verslana og annarra þjónustufyrirtækja í bænum um
heilabilunarsjúkdóma og styðjandi samfélag. Auk þess sem auglýst verður eftir
áhugasömum leiðbeinendum úr hópi starfsfólks og íbúa sem fá sérstakt námskeið
og fræðsluefni til að bera áfram til sinna hópa og/eða samstarfsfélaga. Þannig
mun Hafnarfjarðarbær verða leiðandi í því að fræða og þjálfa m.a. sitt starfsfólk
og íbúa um heilabilunarsjúkdóma og viðeigandi stuðning. Markmiðið er að allar
starfsstöðvar Hafnarfjarðarbæjar verði styðjandi vinnustaðir en til að hljóta
viðurkenninguna þarf a.m.k. 50% alls starfsfólks á starfsstöð að hafa hlotið
viðeigandi fræðslu.

Alzheimersamtökin vinna að því þessa dagana
að koma á fót þjónustumiðstöð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði fyrir þá sem
greinst hafa með heilabilun og aðstandendur þeirra og þá ekki síst þá sem
greinast ungir að aldri. Tilkoma þjónustumiðstöðvar markar ákveðin tímamót og
byltingu í þjónustu við einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra. Vonir
standa til þess að þjónustumiðstöð verði opnuð haustið 2021. 

Annað

Ábendingagátt