Hafnarfjarðarbær fær viðurkenningu Jafnvægisvogar 2023

Fréttir

56 fyrirtæki, 11 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Hafnarfjarðarbær var í hópi þeirra sveitarfélaga og fyrirtækja sem árið 2019 skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að vinna að markmiðum Jafnvægisvogar FKA og beita sér fyrir auknu kynjajafnvægi innan sinna vébanda. Hafnarfjarðarbær hlaut viðurkenninguna einnig 2022.

Hafnarfjarðarbær fær viðurkenningu Jafnvægisvogar annað árið í röð

56 fyrirtæki, 11 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Hafnarfjarðarbær er í þessum hópi en viðurkenninguna hljóta þeir sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi í a.m.k. 40/60. Hafnarfjarðarbær var í hópi þeirra sveitarfélaga og fyrirtækja sem árið 2019 skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að vinna að markmiðum Jafnvægisvogar FKA og beita sér fyrir auknu kynjajafnvægi innan sinna vébanda. Hafnarfjarðarbær hlaut viðurkenninguna einnig 2022. Á árinu 2023 bættust við 31 nýr þátttakandi í hóp þeirra aðila sem taka þátt í Jafnvægisvoginni.

Tilkynning á vef FKA

Frábær árangur á meðal þátttakenda í Jafnvægisvog FKA

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt nýverið stafrænu ráðstefnuna Við töpum öll á einsleitninni – Jafnrétti er ákvörðun. Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Í ár er það metfjöldi eða 89 viðurkenningahafar. Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, forsætisráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA,  Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá

56  fyrirtæki, 11 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar hljóta viðurkenningu

Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til fimmtíu og sex fyrirtækja, ellefu sveitarfélaga og tuttugu og tveggja opinberra aðila úr hópi þeirra 239 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði.

Jafnrétti hefur bein áhrif á umhverfið

Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar 2020 var kynntur nýr Jafnréttislundur FKA, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur útvegaði Jafnvægisvoginni. Lundurinn er staðsettur við aðalinnganginn í Heiðmörk, Vífilsstaðamegin, og er það fyrsta sem fólk sér þegar það gengur inn í Heiðmörk. Valdar voru margar tegundir af trjám sem tákn um þann fjölbreytileika sem Jafnvægisvogin er að stuðla að. Í ár verða gróðursett 89 tré eitt fyrir hvern viðurkenningarhafa árið 2023 og verður þá búið að setja niður  samtals 262 tré í Jafnréttislundinum á síðustu 4 árum. Það er markmið Jafnvægisvogarinnar að endurtaka þetta árlega og væri ánægjulegt að sjá hlíðina fyllast á næstu árum, með auknu jafnrétti.

Aðgengileg og skýr framsetning upplýsinga

Jafnvægisvogin heldur úti mælaborði sem er ætlað að halda utan um tölfræðilegar upplýsingar um jafnrétti. Þannig er hægt að tryggja aðhald og sýna stöðuna eins og hún er hverju sinni. Í mælaborði Jafnvægisvogarinnar koma fram allar helstu upplýsingar um stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi, svo sem kynjahlutföll stofnenda fyrirtækja, framkvæmdastjóra og stjórna. Þar má einnig finna upplýsingar um kynjahlutföll við brautskráningar úr háskólum, stöðu kynjanna innan atvinnugreina og GemmuQ kynjakvarðann fyrir skráð félög á markaði. Í mælaborðinu, sem Creditinfo, Deloitte og Jafnvægisvogarráðið hafa þróað, eru upplýsingarnar gerðar aðgengilegar á einfaldan og skýran hátt. Mikill vilji hefur verið hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum að vinna að jafnréttismálum þegar kemur að æðstu stjórnendum. Þátttakendur í Jafnvægisvoginn eru orðnir 239 talsins.

Ábendingagátt