Hafnarfjarðarbær gengur til liðs við Grænni Byggð

Fréttir

Grænni Byggð er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga sem vilja stuðla að sjálfbærni í hinu byggða umhverfi og vistvænum áherslum í uppbyggingu. Hafnarfjarðarbær býður lóðir á allt að 30% afslætti gegn því að um umhverfisvistvottaða uppbyggingu sé að ræða.

Grænni Byggð er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga sem vilja stuðla að sjálfbærni í hinu byggða umhverfi og vistvænum áherslum í uppbyggingu. Hafnarfjarðarbær tók nýlega af skarið meðal íslenskra sveitarfélaga og býður lóðir á allt að 30% afslætti gegn því að um umhverfisvistvottaða uppbyggingu sé að ræða á lóðunum.

Framsækið frumkvæði sem hvetur vonandi fleiri sveitarfélög til dáða í umhverfismálum

Sveitarfélagið hefur samþykkt sjö tillögur að aðgerðum sem hvetja eiga húsbyggjendur til að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og aukna umhverfisvitund almennings. Um er að ræða ákaflega framsækið frumkvæði sem gerir Hafnarfjörð að aðlaðandi stað til að byggja vistvænt og hvetur vonandi fleiri sveitarfélög til dáða í umhverfismálum. Í kjölfarið hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að ganga til liðs við ört stækkandi meðlimahóp Grænni Byggðar með það að leiðarljósi að leggja áfram sín lóð á vogarskálar sjálfbærrar uppbyggingar.

Sjá nánar um aðgerðir Hafnarfjarðarbæjar HÉR 

Ábendingagátt