Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær ætlar á næstu tveimur árum að leggja enn frekari áherslu á heilsu og vellíðan starfsfólks og fer því af stað með verkefnið Heilsueflandi vinnustaður á vegum Embættis Landlæknis. Vegferðin hófst með innihaldsríkri og hvetjandi kvöldstund í Bæjarbíó í síðustu viku. Í samstarfi við fyrirtækið Saga Story House býður Hafnarfjarðarbær starfsfólki bæjarins í þrjár leiddar kyrrðargöngur í maí í upplandi Hafnarfjarðar þar sem gengið verður með vatni, með höfða og með skógi.
Hafnarfjarðarbær ætlar á næstu tveimur árum að leggja enn frekari áherslu á heilsu og vellíðan starfsfólks og fer því af stað með verkefnið Heilsueflandi vinnustaður á vegum Embættis Landlæknis. Vegferðin hófst með innihaldsríkri og hvetjandi kvöldstund í Bæjarbíó í síðustu viku þar sem Björgvin Franz Gíslason leikari og Jóna Hrönn Bolladóttir prestur stigu m.a. á svið með hugvekju, hugleiðslu og hvatningu. Fyrirtæki í Lífsgæðasetri St. Jó kynntu þjónustu sína og heilsueflandi tilboð til starfsfólks m.a. í formi hugleiðslu, ráðgjafar, samtalsmeðferða og Yoga. Í samstarfi við fyrirtækið Saga Story House býður Hafnarfjarðarbær starfsfólki bæjarins í þrjár leiddar kyrrðargöngur í maí í upplandi Hafnarfjarðar þar sem gengið verður með vatni, með höfða og með skógi.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri bauð starfsfólk velkomið til kvöldstundar. Stýring kvöldstundar var í höndum Írisar Eiríksdóttur eiganda Yogahússins í Lífsgæðasetri St. Jó.
Hinn orkumikli og líflegi Björgvin Franz Gíslason leikari flutti erindi sem bar yfirskriftina Okið undan sjálfum mér. Þar fjallaði hann á einlægan hátt um það hvernig hann hefur fetað áður óþekktar slóðir til að ná innri ró í annars mjög annasömu höfði og hugsunum með jóga og hugleiðslu. Björgvin Franz leiddi starfsfólk í gegnum Fimmuna sem er hans uppáhalds hugleiðsluæfing og söng að lokum lag með Ragga Bjarna.
„Hafnarfjörður hefur verið heilsueflandi samfélag síðan 2015 og nú viljum við taka næsta skref og gerast heilsueflandi vinnustaður. Fjárfesta enn betur í fólkinu okkar. Margar starfsstöðvar bæjarins leggja nú þegar ríka áherslu á heilsueflingu starfsfólks og eru að gera mjög góða hluti. Starfsmannavelta á þessum stöðum er almennt minni og ánægja og vellíðan almennt meiri. Við viljum að öllum líði vel í vinnunni og ætlum að leggja okkar að mörkum við að ýta undir og skapa sem best vinnuumhverfi á öllum okkar starfsstöðvum. Hér spilar starfsfólkið sjálft líka stórt hlutverk og er verkefnið sameiginlegt verkefni allra. Þetta snýst líka um ákvörðun hvers og eins og rétt hugarfar“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Fyrsta skrefið er að reyna að framkalla ákveðna núllstillingu núna í maí eftir öðruvísi og annasama tíma í heimsfaraldri þannig að fólkið okkar geti betur notið í faðmi fjölskyldu og vina. Vellíðan, jákvæðni og ánægja hefur keðjuverkandi áhrif á allt fólkið okkar. “
Jóna Hrönn Bolladóttir prestur mætti til kvöldstundar með hugvekju og hugleiðingar um áhrif heimsfaraldurs á frumþarfir fólks; á líðan, tengsl og tilgang. Hugleiðing sem var til þess fallin að fá starfsfólk til að staldra við um stund, hugsa og tengja. Hér er Jóna Hrönn með Rósu Guðbjartsdóttur í Bæjarbíó þar sem kvöldstundin var haldin.
Heilsueflandi vinnustaður er verkfæri sem gerir vinnustöðum kleift að nálgast markvisst og skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsu og vellíðan til góðs, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði. Ef innleiðing tekst vel græða allir. Bætt heilsa, aukin vellíðan og starfsánægja, færri slys og sjúkdómar, aukin starfsgeta, aukin framleiðni, færri fjarvistir og veikindadagar, aukin hugmyndaauðgi og nýsköpun svo fátt eitt sé nefnt. Heilsuefling á vinnustöðum er góð fjárfesting í mannauði.
Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélagi landsins með rúmlega 30.000 íbúa og um 2500 starfsmenn sem sinna fjölbreyttum störfum á um 70 starfsstöðvum um allan bæ. Þegar eru nokkrir leikskólar og grunnskólar í Hafnarfirði orðnir heilsueflandi og heilsuefling orðin hluti af nýrri heildarstefnu bæjarins til ársins 2035. Auglýst hefur verið eftir verkefnastjóra til að leiða innleiðingu á verkefninu og vinna í nánu samstarfi við starfsfólk á öllum þessum 70 starfsstöðvum. Heilsueflingin mun m.a. ná til hreyfingar og útiveru, mataræðis, umhverfis og stjórnunarhátta. Fjölbreytileiki starfsstaða bæjarins kallar á sértæka greiningu á tækifærum og aðgerðum til eflingar á mannauði á hverjum stað. Reiknað er með að verkefnið hefjist af fullum krafti í lok ágúst.
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…
Það jafnast fátt á við útiveru í veðurblíðunni þessa dagana og ófáir sem nýtt hafa sér tækifærið til útivistar í…
Tesla á Íslandi hefur fest sér húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgahellu 6 í Hafnarfirði. Bygginga- og fasteignafélagið Bæjarbyggð…
Ragnhildur Sigmundsdóttir hefur nú lokið störfum sem leikskólakennari. Hún hefur sinnt starfinu í 51 ár og í Hafnarfirði allt frá…
Icelandair hefur flutt höfuðstöðvar sínar á Vellina í Hafnarfirði. Nú starfa þar 550 manns í glæsilegu húsnæði sem hannað er…
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…