Hafnarfjarðarbær kaupir gömlu skattstofuna

Fréttir

Í dag undirrituðu Fjármála- og efnahagsráðuneytið fyrir hönd ríkissjóðs og Hafnarfjarðarbær kaupsamning um Suðurgötu 14 í Hafnarfirði. Um er að ræða tæplega 1300 fermetra húseign sem áður hýsti gömlu skattstofuna

Í dag undirrituðu Fjármála- og efnahagsráðuneytið fyrir hönd ríkissjóðs og Hafnarfjarðarbær kaupsamning um Suðurgötu 14 í Hafnarfirði. Um er að ræða tæplega 1300 fermetra húseign sem áður hýsti gömlu skattstofuna.  Hafnarfjarðarbær hyggst nýta húsnæðið fyrir vinnustað og þjónustu fyrir fatlað fólk, auk annarrar starfsemi sem rúmast getur í húsinu. Kaupverð eignarinnar er 256 milljónir og verður húsnæðið afhent 1. nóvember samkvæmt samningnum.

Það voru þeir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Haraldur L. Haraldsson sem undirrituðu samninganna núna uppúr hádegi í Ráðhúsi Hafnarfjarðar. 

Ábendingagátt