Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær undirritaði í dag samning við Kolvið um kolefnisjöfnun á rekstri Hafnarfjarðarbæjar og nær verkefnið til allra stofnana sveitarfélagins sem eru um 70 talsins. Sveitarfélagið gróðursetur 8.900 tré fyrir rekstrarárið 2018.
Hafnarfjarðarbær kolefnisjafnar rekstur sveitarfélagins, fyrst íslenskra sveitarfélaga.
Hafnarfjarðarbær undirritaði í dag samning við Kolvið um kolefnisjöfnun á rekstri Hafnarfjarðarbæjar og nær verkefnið til allra stofnana sveitarfélagins sem eru um 70 talsins. Í upphafi árs samdi Hafnarfjarðarbær við fyrirtækið Klappir Grænar lausnir hf. um uppsetningu á umhverfisstjórnunarhugbúnaði sem safnar saman í kolefnisbókhald mikilvægum upplýsingum úr rekstrinum m.a. um heildarnotkun á heitu vatni, rafmagni og olíu. Þessir þættir vega hvað þyngst í kolefnisfótspori sveitarfélagsins ásamt sorphirðu.
Tölur fyrir rekstrarárið 2018 liggja nú fyrir og snýr undirritaður samningur að kolefnisjöfnun ársins 2018 en fyrir liggur að kolefnisjafna rekstur Hafnarfjarðarbæjar hér eftir. „Við hjá Kolviði fögnum samstarfi um kolefnisjöfnun við Hafnarfjarðarbæ sem með þessu skrefi sýnir sannarlega samfélagslega ábyrgð í verki. Það er margt í rekstri sveitarfélaga sem losar koltvísýring sem nauðsynlegt er að minnka og kolefnisjafna líkt og Hafnarfjarðarbær er nú að gera“ segir Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðs.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Reynir Kristinsson stjórnarformaður Kolviðs handsala hér samning um kolefnisjöfnun sveitarfélagsins.
Samkvæmt kolefnisbókhaldi fyrir Hafnarfjarðarbæ 2018 var kolefnisfótspor af rekstri bæjarins um 890 tonn af koltvísýringi og samsvarar kolefnisjöfnun gróðursetningu á 8.900 trjám. Samhliða vinnur sveitarfélagið að því hörðum höndum að framkvæma aðgerðir sem miða að því að minnka kolefnissporið til framtíðar litið og teknar eru fyrir í umhverfis- og auðlindastefnu sveitarfélagins sem gefin var út í maí 2018. Hafnarfjarðarbær hefur um nokkurt skeið lagt mikla áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri sveitarfélagsins.
„Við erum mjög meðvituð um þá ábyrgð í loftslagsmálum sem hvílir á okkur sem sveitarfélagi. Sveitarfélagið okkar er stórt og fer stækkandi og er það sjálfsögð skylda okkar að taka þetta skref og hvetja þannig um leið önnur sveitarfélög, ríkisstofnanir og fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Þessi samningur markar tímamót hjá sveitarfélaginu. Við eigum að vera jákvæð fyrirmynd í þessum efnum og gera strax allt sem við getum við að draga eins hratt og kostur er úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum verið að vinna með virkum og skipulögðum hætti að minnkun á kolefnisspori okkar og munum ótrauð halda því áfram“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar við undirritun á samningi í morgun en undirritun fór fram hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.
Skipaður hefur verið starfshópur sem finna á nýjum golvelli stað í landi Hafnarfjarðar. Samráð verður haft við hagsmunaaðila.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…