Hafnarfjarðarbær lækkar gjaldskrár

Fréttir

Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum í vikunni að leggja til að almennar gjaldskrár bæjarins verði endurskoðaðar og hækki ekki meira en sem nemur 3%. Mun breytingin taka gildi frá og með 1. maí og talar í takti við yfirlýsingar bæjaryfirvalda í Hafnarfirði frá hausti 2023 um endurskoðun gjaldskrárhækkana fyrir árið 2024 gæfu niðurstöður kjarasamninga tilefni til. 

3% hækkun á gjaldskrá í stað 9,9% árið 2024

Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum í vikunni að leggja til að almennar gjaldskrár bæjarins verði endurskoðaðar og hækki ekki meira en sem nemur 3%. Mun breytingin taka gildi frá og með 1. maí og talar í takti við yfirlýsingar bæjaryfirvalda í Hafnarfirði frá hausti 2023 um endurskoðun gjaldskrárhækkana fyrir árið 2024 gæfu niðurstöður kjarasamninga tilefni til. Þannig vill sveitarfélagið senda skýr skilaboð og leggja sitt af mörkum hvað varðar vexti og  væntingar til verðbólgu. 

„Hafnarfjarðarbær leggur sitt af mörkum til að nást megi þjóðarsátt í langtíma kjarasamningum með endurskoðun gjaldskrár eins og sveitarfélagið boðaði sl. haust,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Við fögnum þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið og leggjum áherslu á að með sameiginlegu átaki megi ná niður vöxtum og verðbólgu. Það er fjölskyldunum, fyrirtækjunum og öðrum til mikilla hagsbóta.“ 

Breytingin tekur gildi frá og með 1. maí  

Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi frá og með 1. maí næstkomandi með þeim fyrirvara að samningar við starfsfólk sveitarfélaga verði í takti við þá samninga sem undirritaðir hafa verið á almennum vinnumarkaði. Taki breytingarnar gildi lækka tekjur bæjarins um tæpar 36 milljónir króna frá því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2024. Gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun vegna þessara breytinga, sem lagður verður fyrir bæjarráð.  

Ábendingagátt