Hafnarfjarðarbær leitar að vistforeldrum

Auglýsingar Tilkynningar

Barnaverndarþjónusta Hafnarfjarðar auglýsir eftir góðri fjölskyldu sem er tilbúin að taka á móti börnum sem vista þarf utan heimilis í skemmri tíma.

Góð fjölskylda fyrir börnin okkar

Barnaverndarþjónusta Hafnarfjarðar auglýsir eftir góðri fjölskyldu sem er tilbúin að taka á móti börnum sem vista þarf utan heimilis í skemmri tíma.

Hlutverk vistforeldra er að veita börnum móttöku, þar með talið í bráðatilvikum til að tryggja öryggi barnanna á meðan vistun stendur. Þegar barn/börn eru á heimilinu er lögð áhersla á að það stundi sinn heimaskóla, sæki tómstundir sínar og geti haldið vinatengslum. Því er kostur ef fjölskyldan býr í Hafnarfirði.

Við úttekt á heimili er aflað upplýsinga úr sakaskrá, vottorðs frá heilbrigðiseftirliti og skýrslu vegna eldvarna auk umsagnar frá barnaverndarþjónustu í sveitarfélagi viðkomandi. Samkvæmt 84. gr. barnaverndarlaga skulu barnaverndarþjónustur gera samninga við vistforeldra á einkaheimili. Mikilvægt er að einn aðili fjölskyldunnar sinni eingöngu þessu starfi og að lágmarki sé eitt auka herbergi í húsnæðinu sem alltaf er tilbúið fyrir barn/börn.

Starfið er fjölbreytt og gefandi og unnið í nánu samstarfi við starfsmenn barnaverndar. Reynsla af starfi með börnum og menntun sem nýtist í starfi er mikils metin.

  • Umsóknarfrestur er til 4. júlí 2025.

Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Þorkelsdóttir, deildarstjóri barnaverndar, netfang: kolbrunt@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt