Hafnarfjarðarbær með á toppinn

Fréttir

Fimleikafélagið Björk stendur fyrir áheitasöfnun

Í dag stendur fimleikafélagið Björk fyrir áheitasöfnun þegar iðkendur, þjálfarar og aðrir góðir gestir klifra kaðla sem nemur hæð Everest fjalls til þess að safna fyrir nýju fimleikagólfi. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri, hét á tíu iðkendur að fara samtals 30 ferðir fyrir 100.000 kr. hverja ferð. Iðkendurnir stóðust áskorunina léttilega og bæjarstjóri afhenti félaginu samtals 3 milljónir króna til söfnunarinnar og jafnaði þarmeð þau áheit sem höfðu þegar borist.

Núverandi gólf er 13 ára gamalt en þróunin og endurnýjunin í fimleikagólfum hefur verið mikil á þessum tíma. Everestdagurinn er skemmtilegur fjölskyldudagur þar sem góðir gestir heimsækja fimleikafélagið Björk. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti til sölu til styrktar málefninu og áheitasöfnunin heldur áfram og er reikningur söfnunarinnar 545-14-404371 kt. 550110-1130.

Ábendingagátt