Hafnarfjarðarbær notar Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar

Fréttir

Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar er samráðsgátt um skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfi. Allar skipulagsauglýsingar og grenndarkynningar Hafnarfjarðarbæjar eru birtar í Skipulagsgáttinni og birtast öll á yfirlitssíðu fyrir sveitarfélagið í gáttinni.

Samráðsgátt um skipulagsmál

Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar er samráðsgátt um skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfi. Skipulagsgáttin veitir upplýsingar um mál í vinnslu, tekur á móti athugasemdum við mál á kynningartíma og þar má jafnframt nálgast endanleg gögn og afgreiðslur hver máls. Allar skipulagsauglýsingar og grenndarkynningar Hafnarfjarðarbæjar eru birtar í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og birtast öll á yfirlitssíðu fyrir sveitarfélagið í gáttinni. Athugasemdum og/eða ábendingum við skipulag í kynningu hjá Hafnarfjarðarbæa skal rafrænt í gegnum skipulagsgátt.  Ef óskað er ítarlegri upplýsinga um tillögur í kynningu er hægt að senda fyrirspurn á netfangið: skipulag@hafnarfjordur.is eða hafa samband símleiðis við þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar í síma: 585-5500.

Hafnarfjarðarbær í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar

Hvað er Skipulagsgátt?

Skipulagsgátt er nýjung við skipulagsgerð, umhverfismat og framkvæmdaleyfisveitingar. Í gáttinni eru aðgengilegar á einum stað allar skipulagstillögur, umhverfismat og framkvæmdaleyfi sem eru til kynningar á landinu hverju sinni, frá upphafi hvers ferils til enda.

Í Skipulagsgátt er hægt að:

  • Skoða öll mál sem eru til kynningar hverju sinni og ná gögn
  • Gera athugasemdir við mál á kynningartíma þeirra
  • Gerast áskrifandi og fá tilkynningar um ný mál eða uppfærslur mála í gáttinni eftir þeim málaflokkum eða staðsetningu sem henta

Skoða mál í Skipulagsgáttinni

Ábendingagátt