Hafnarfjarðarbær opnar bókhaldið

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur nú bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem hefur opnað aðgengi almennings að bókhaldi sínu. Á föstudag var formlega opnað svæði á heimasíðu bæjarins þar sem bæjarbúar og aðrir geta kynnt sér tekjur og gjöld sveitarfélagsins og skiptingu kostnaðar á kostnaðarlykla, skipulagseiningar og birgja. 

Hafnarfjarðarbær hefur nú bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem hefur opnað aðgengi almennings að bókhaldi sínu. Á föstudag var formlega opnað svæði á heimasíðu bæjarins þar sem bæjarbúar og aðrir geta kynnt sér tekjur og gjöld sveitarfélagsins og skiptingu kostnaðar á kostnaðarlykla, skipulagseiningar og birgja.  https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/baerinn-i-tolum/opid-bokhald

 „Með þessu erum við mæta kröfum samfélagsins um gegnsæi enda sjálfsagt og eðlilegt að bæjarbúar geti með skýrum og aðgengilegum hætti séð í hvað fjármagn sveitarfélagsins er notað,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs af þessu tilefni. „Þetta er stórt og mikilvægt skref í að bæta aðgengi að upplýsingum. Nú geta bæjarbúar haft betri yfirsýn og tekið virkari og upplýstari þátt í umræðunni um rekstur bæjarfélagsins.“

Markmiðið með þessari aðgerð er að auka aðgengi að fjárhagsupplýsingum og skýra á sem einfaldastan máta og með myndrænum hætti ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins.Undirbúningsvinna fyrir þetta aukna aðgengi hefur staðið í vetur en í byrjun febrúar undirritaði Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri samning við Capacent sem þróaði hugbúnað sem býður upp á öflugar myndrænar greiningar í sjálfsafgreiðslu, aðgang að gagnvirkum skýrslum og sýn á gögn frá ýmsum sjónarhornum.

Síðan skiptist í 5 síður, Tekjur og gjöld A- og B- hluta sjóða og greiningu á birgjum sveitarfélagsins. Tekjur og gjöld eru brotin niður á málaflokka, deildir og einstaka bókhaldslykla. Í birgjagreiningu er hægt að leita að einstaka birgjum eða sía þá út eftir kostnaðarstað á málaflokk eða bókhaldslykil.   Hægt er að kynna sér gögn aftur í tímann og gera samanburð á milli tímabilana 2015-2016. Munu fleiri tímabil birtast eftir að uppgjör hafa verið send til Kauphallar í samræmi við reglur um útgáfu skuldabréfa.

 

Ábendingagátt