Hafnarfjarðarbær selur 15,42% hlut í HS Veitum hf.

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga að tilboði HSV eignarhaldsfélags slhf. í 15,42% eignarhlut bæjarins í HS Veitum fyrir 3,5 milljarða króna. Undirbúningur að sölu hlutabréfanna í HS Veitum hófst með samþykkt bæjarráðs í apríl. 

Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga að tilboði HSV
eignarhaldsfélags slhf. í 15,42% eignarhlut bæjarins í HS Veitum fyrir 3,5
milljarða króna. Undirbúningur að sölu hlutabréfanna í HS Veitum hófst með
samþykkt bæjarráðs í apríl. Hluturinn var settur í opið útboðsferli og sýndu
fjölmargir fjárfestar áhuga á hlutabréfunum. Eftir sex mánaða ítarlegt söluferli
hefur verið ákveðið að taka tilboði HSV eignarhaldsfélags í hlutinn. Að baki
félaginu standa 14 lífeyrissjóðir (90%) auk annarra fagfjárfesta.

Hafnarfjörður
hefur verið á meðal hluthafa í HS Veitum frá stofnun árið 2008. Fyrirtækið
annast sölu og dreifingu á heitu vatni, köldu vatni og dreifingu á raforku á
Suðurnesjum, á nokkrum stöðum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Í Hafnarfirði
snýr þjónusta fyrirtækisins að dreifingu á rafmagni. 

„Vel heppnuð
sala á liðlega 15% hlut í HS Veitum er fagnaðarefni fyrir Hafnfirðinga. Gott
verð fékkst fyrir hlutinn og mun andvirðið styrkja bæjarsjóð Hafnarfjarðarbæjar
verulega til að mæta tekjutapi og efnahagslegum þrengingum vegna Covid-19
faraldursins,“
segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. „Hluturinn í HS Veitum
hefur engin áhrif á íbúa í Hafnarfirði en verðlagning á raforkudreifingu er
bundin ströngum skilyrðum í raforkulögum. Kaupendur eru að mestu lífeyrissjóðir
sem standa að baki yfir helmingi af lífeyriskerfi landsins. Andvirði sölunnar
dregur úr lánsfjárþörf Hafnarfjarðarbæjar og þar með afborgunum og vöxtum í
framtíðinni og veitir um leið færi á því að sækja fram með hagsmuni bæjarbúa að
leiðarljósi.“

Ábendingagátt