Hafnarfjarðarbær vill fá fullt forræði yfir St. Jósefsspítala

Fréttir

 Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að  fela bæjarstjóra  að taka upp viðræður við ríkið sem miði að því að bærinn fái fullt forræði yfir húsnæði St. Jósefsspítala.

Á fundi bæjarstjórnar sem nú stendur yfir voru málefni St. Jósefsspítala til umræðu. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að  fela bæjarstjóra  að taka upp viðræður við ríkið sem miði að því að bærinn fái fullt forræði yfir húsnæði St. Jósefsspítala.

Fasteignir ríkisins auglýstu húseignirnar Suðurgötu 41 og 44 til sölu. Ekki bárust viðunandi kauptilboð í eignirnar. 

Í dag er St. Jósefsspítali í Hafnarfirði að einum sjötta hluta í eigu bæjarins á móti eignarhaldi ríkisins.

Leitað verði leiða til hefja aftur starfsemi í húsinu

„ Bæjaryfirvöld hafa  leitað ýmissa leiða til að hefja megi á ný starfsemi af einhverju tagi í St. Jósefsspítala en ekki haft erindi sem erfiði. Á þessum tímapunkti er það mat bæjaryfirvalda að rétt sé að leita leiða til að fá fullt forræði yfir þessum fasteignum og því hefur bæjarstjórn falið mér að  hefja viðræður við ríkið. Komi til þess að bærinn fái forræði yfir húseignunum verður settur á laggirnar starfshópur um framtíðarnotkun og næstu skref „ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

Í samstarfssáttmála núverandi meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segir að leitað verði leiða til að hefja aftur starfsemi í St. Jósefsspítala í samstarfi við hagsmunaaðila.

Ábendingagátt